Skrifað af Fólkið á jörðinni Menning og saga

Svört kona flaug yfir allar hindranir

Frá þeirri stundu þegar Bessie Coleman sá flugsýningu í fyrsta sinn, var hún gagntekin. Hún ætlaði að verða flugmaður. Að vísu var hún hið tíunda af þrettán börnum fátækra foreldra í Texas og 23 ára þurfti hún að flytja til Chicago til að vinna fyrir daglegu viðurværi. Það var árið 1915. En draumurinn lifði áfram innra með henni. Einn eldri bræðra hennar hvatti hana með frásögnum af frönskum konum sem þveröfugt við bandarískar kynsystur sínar lögðu flugið fyrir sig.

En horfurnar á að draumurinn gæti nokkru sinni ræst voru ekki bjartar. Í fyrsta lagi var Bessie kona og í öðru lagi var hún svört. Svartir voru meðhöndlaðir sem annars flokks borgarar og hún komst því hvergi í flugskóla í Bandaríkjunum. En Bessie skráði sig á námskeið í frönsku og varð sér úti um vegabréf og áritun til Frakklands. Vel stæður bandarískur blökkumaður, Robert Abbot, studdi við hana fjárhagslega og 1920 innritaðist hún í flugskóla í Frakklandi. Á 7 mánuðum lærði Bessie undirstöðuatriðin ásamt því að geta flogið tvíþekju. Eftir heimkomuna vakti hún mikla hrifningu jafnt meðal hvítra sem svartra þegar hún bauð þyngdarlögmálunum birginn með því að fljúga í hringi, áttur og steypa sér úr mikilli hæð. En hún þverneitaði að sýna listir sínar nema svörtum áhorfendum leyfðist að nota sama inngang á sýningarsvæðið og hvítum.

Árið 1926 fórst þessi frækni frumkvöðull í flugslysi, aðeins 34 ára. En hún hafði ekki barist til einskis. Á árunum eftir lát hennar voru stofnaðir flugskólar fyrir blökkumenn víða í Bandaríkjunum.

Subtitle:
Old ID:
1266
1085
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.