Skrifað af Menning og saga Óleystar gátur

Tveir flugmenn hurfu sporlaust í Atlantshafið

Aðeins 14 dögum áður en bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh varð fyrstur til að fljúga yfir Atlantshaf 1927 og þar með beint inn í sögubækurnar, reyndu tveir Frakkar að gera hið sama. En þeir hurfu sporlaust á leiðinni. Francois Coli var 45 ára og Charles Nungesser 10 árum yngri. Þeir voru báðir stríðshetjur úr fyrri heimsstyrjöld og höfðu margra ára flugreynslu. Þeir hófu ferðina frá París 8. maí 1927 í flugvélinni l‘Oiseau Blanc – Hvíta fuglinum. Í New York hópaðist fólk saman til að verða vitni að þeim heimssögulega viðburði þegar þeir lentu, en flugvélin kom aldrei. Leit að mönnunum bar engan árangur. Þeir höfðu síðast sést yfir strönd Írlands og útbreiddasta skýringin var sú að flugvélin hefði hrapað. Aðrir hafa haldið því fram að hún hafi verið skotin niður.

Subtitle:
Old ID:
1020
837
(Visited 17 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.