Var heilagur Nikulás til í raun og veru?

Heilagur Nikulás var biskup í Myra í Býsans, þar sem nú er Tyrkland. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær hann fæddist en dánardægur hans er haldið hátíðlegt þann 6. desember.

 

Nikulás þessi dó árið 343 og varð síðar verndardýrlingur barna, kaupmanna og sæfarenda.

 

Hann er nú í dýrlingatölu og dýrkaður bæði í löndum rétttrúnaðarkirkjunnar og hinnar kaþólsku, m.a. í Grikklandi, Ítalíu og norður í Mið-Evrópu. Þótt mótmælendur séu í meirihluta í Hollandi er Nikulásardagurinn þar ámóta hátíðlegur og jólin sjálf, kannski vegna þess að Hollendingar voru löngum miklir sæfarar. Á hollensku heitir hann Sint-Nicolaas eða Sinterklaas, en síðartalda heitið varð að Santa Claus meðal Hollendinga í Ameríku og því nafni heitir jólasveinninn nú á ensku.

 

Ítalskir kaupmenn rændu beinum dýrlingsins í Myra árið 1087 og fluttu þau til Bari á Suður-Ítalíu, þar sem þeir grófu þau og reistu kirkju yfir. Árið 2005 leiddu rannsóknir á beinunum í ljós að þessi jólasveinn var ekki nema 150 sm á hæð og hefur nefbrotnað.

(Visited 73 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR