Þau finnast alls staðar og geta verið auðveld og fljótleg lausn í amstri dagsins.
Neysla á tilbúnum, svokölluðum ofurunnum matvælum fer vaxandi. Og tölur frá Noregi, Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum sýna að sums staðar eru þau næstum helmingur matarins sem við kaupum.
Afleiðingarnar gætu þó verið verri en við gerðum ráð fyrir. Þetta sýna nokkrar nýlegar rannsóknir þar sem vísindamenn hafa fundið tengsl á milli matvæla sem eru mikið unnin og aukinnar hættu á t.d. heilabilun, snemmbúnum dauða og krabbameini.
Lágt næringarinnihald skýrir ekki allt
Dæmigerð ofurunnin matvæli eru t.d. gosdrykkir, ýmsir tilbúnir réttir, flögur og kökur. Einnig brauðvörur sem geymast lengi, tilbúnir eftirréttir, ákveðnar tegundir pylsa og fjöldi morgunverðavara.
Hvað er ofurunninn matur?
Matvörum má skipta í fjóra flokka eftir því hversu mikið unnar þær eru.
Fyrsti flokkurinn er matvörur sem eru lítið unnar eða jafnvel ekkert. Til dæmis ferskir ávextir og grænmeti, baunir, hnetur, grjón, egg, mjólk, fiskur, ferskar kjötvörur, frosnir ávextir og grænmeti, gerilsneydd mjólk, ávaxtasafi án aukaefna, ósykruð jógúrt og krydd.
Annar flokkurinn er unnin hráefni eins og olía, smjör, edik, sykur og salt.
Þriðji flokkurinn er blanda matvæla úr fyrsta og öðrum flokki. Til dæmis, reykt eða kryddað kjöt, ostur, brauð, salthnetur, bjór og vín. Ástæða vinnslunnar er oft til að lengja geymsluþol matarins.
Lokaflokkurinn er ofurunninn matur eins og brauð með aukaefnum, tilbúinn matur, sætt morgunkorn, gosdrykkir og álegg (bæði kjöt og kjötlausu valkostirnir).
Það sem þessar vörur eiga sameiginlegt eru öll aukaefnin eins og bragðbætandi efni, rotvarnarefni og gervilitarefni.
Að auki fer framleiðslan í gegn um stig þrepa sem eyðileggja náttúrulega uppbyggingu innihaldsefnanna og eyða mikilvægum næringarefnum, eins og vítamínum og trefjum, úr fæðunni.
Og það getur haft víðtæk áhrif á heilsu okkar – jafnvel umfram hið augljósa. Til dæmis sýna tvær nýlegar rannsóknir að lítið innihald næringarefna er ekki nóg til að útskýra hvers vegna maturinn sé svona óhollur.
Meiri hætta á ákveðnum tegundum krabbameins
Í fyrstu rannsókninni skoðuðu vísindamenn 22.895 fullorðna Ítali og komust að því að þátttakendur sem neyttu mikillar ofurunninnar fæðu voru einnig í aukinni hættu á að fá hjartasjúkdóma og deyja snemma.
Í seinni rannsókninni komust vísindamenn frá Harvard háskólanum og Tufts háskólanum að þeirri niðurstöðu að karlar sem neyttu mikið af ofurunnum matvælum væru í 29% meiri hættu á að fá krabbamein í ristli og endaþarmi.
LESTU EINNIG
Athyglisvert var að áhættan hélst mikil fyrir bæði snemmbúnum dauðdaga og krabbameini, jafnvel þegar rannsakendur tóku tillit til lélegra næringargæða. Það er því ekki nóg að borða næringarríkan mat til viðbótar við ofurunnu matvælin því sjálft næringarinnihaldið var ekki það sem skipti máli.
Í þriðju rannsókninni skoðuðu vísindamenn 72.083 fullorðna í stóru ensku lífsýnasafni og fundu möguleg tengsl á milli aukinnar hættu á heilabilun og ofurunninna matvæla.
Vísindamennirnir vita ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir aukinni hættu á heilabilun, snemmbúnum dauðdaga og krabbameini. En í ítölsku rannsókninni fundu rannsakendur aukinn fjölda hvítra blóðkorna hjá fólki sem borðaði mikið af ofurunnum mat.
Það getur verið merki um langvarandi bólgu í líkamanum sem getur valdið vefjaskemmdum og aukið hættuna á fjölda langvinnra sjúkdóma.