Alheimurinn

Mikill árekstur skapaði meginlöndin

Keyrsla nýrra tölvulíkana bendir til að landrek á jörðinni hafi hafist eftir árekstur við annan hnött fyrir 4,5 milljörðum ára.

BIRT: 07/12/2024

Á síðustu áratugum hefur sú kenning, að önnur pláneta hafi rekist á jörðina fyrir um 4,5 milljörðum ára, öðlast aukna viðurkenningu vísindamanna.

 

Plánetan hefur fengið heitið Theia og var á stærð við Mars en sundraðist alveg við áreksturinn. En það eru þó m.a. leifar hennar sem hafa myndað tunglið.

 

Nú telur hópur jarðfræðinga og jarðskjálftafræðinga hjá Caltech, tæknistofnun Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum, að leifar af Theiu hafi líka skapað jarðflekana og þar með landrekið.

 

Á níunda áratugnum uppgötvuðu jarðeðlisfræðingar að rétt við kjarna jarðar eru tveir efnisklumpar úr óþekktu efni, hvor um sig á stærð við tunglið. Annar er undir Kyrrahafi en hinn að hluta undir Afríku.

 

Á máli sérfræðinganna kallast þessir klumpar LLSVP (large low-shear velocity provinces) og 2023 uppgötvuðu menn að þetta gætu verið þær leifar af Theiu sem ekki mynduðu tunglið.

 

Bein áhrif á myndum jarðskorpufleka

Nú hafa vísindamennirnir hjá Caltech safnað saman aðgengilegum gögnum og notað þau til að skapa tölvulíkan sem sýnir áhrif þessara klumpa á jarðskorpuna síðustu milljónir ára.

 

 

Líkanið sýndi að klumparnir væru gerðir úr svipuðum efnum og kjarni og möttull jarðar og gætu hafa haft bein áhrif á myndun jarðskorpuflekanna.

Nálægt kjarna jarðar eru tveir stórir efnisklumpar sem taldir eru ættaðir úr Theiu. Annar er undir Afríku (t.v.) en hinn undir Kyrrahafi (t.h.).

Rúmum 200 milljónum ára eftir að Theia rakst á jörðina, leiddi þrýstingur frá klumpunum til myndunar heitra kvikustrauma frá kjarnanum til yfirborðsins.

 

Afleiðingin varð sú að hlutar af jarðskorpunni tóku að sökkva sem er einmitt hið sama og gerist þar sem jarðskorpuflekar rekast á og sá þyngri leitar niður undir hinn.

 

Þetta leiddi til þeirrar brotamyndunar í jarðskorpunni sem nú aðskilur skorpuflekana.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar geta líka skýrt annan jarðfræðilegan leyndardóm, sem sé það að sum af elstu steinefnum jarðar bera merki um að hafa borist upp vegna landreks.

 

Rannsóknin birtist í tímaritinu  Geophysical Research Letters.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

© NASA/JPL-Caltech,© Sanne.cottaar - Matlab/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is