Maðurinn

Miklir kostir þess að borða morgunmat

Rannsókn á 150.000 börnum og ungmennum frá mismunandi löndum hefur sýnt fram á mikilvægi þess að fá sér morgunmat.

BIRT: 19/08/2024

Matur er mikilvægur börnum og ungmennum.

 

Máltíðirnar, sem eru uppspretta næringarefna og nauðsynlegrar orku, skipta ekki bara miklu máli fyrir heilsuna, heldur einnig fyrir minnið, vitræna starfsemi og námsgetu.

 

Hópur vísindamanna hefur nú kannað aðeins aðra hlið á málinu, nefnilega hvaða hlutverki morgunmaturinn gegnir í vellíðan barna. Niðurstaðan sýndi hversu miklu máli morgunmatur hafði fyrir líðan barna.

 

„Rannsóknin okkar var yfirgripsmikil og í rannsókninni fundust tengsl á milli tíðni morgunverðar og lífsánægju,“ sagði Lee Smith, prófessor í lýðheilsu við Anglia Ruskin háskólann, í fréttatilkynningu.

 

Fylgni milli morgunverðar og lífsánægju

Rannsóknin var gerð á gögnum frá 154.151 börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára frá 42 löndum. Öll börnin í rannsókninni gengu í skóla.

 

Börnin voru spurð hversu oft þau fengu sér morgunmat, sem var skilgreindur sem meira en glas af mjólk eða safa.

 

Í ljós kom að börnin sem borðuðu morgunmat daglega töldu sig vera ánægðust með lífið.

 

Þau börn sem fundu fyrir minnstu lífsánægjunni fengu sér aldrei morgunmat.

 

Tölfræðilegir útreikningar í rannsókninni sýndu nánast fullkomið línulegt samband á milli þess hversu oft börnin fengu morgunmat og hversu ánægð þau voru með lífið.

 

Rannsakendur tóku tillit til þátta eins og félagslegrar og efnahagslegrar stöðu. Í könnuninni var til dæmis spurt hvort börnin deildu herbergi með öðrum og hvort þau hefðu farið í frí síðustu tólf mánuði.

Þegar garnirnar gaula á ég oft miklu auðveldara með að verða pirraður. Samstarfsmenn mínir segja að ég sé „hangry“. Af hverju verð ég svona og er það eðlilegt?

Góðir eiginleikar morgunmatsins

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að börn sem sleppa morgunmatnum eru í verra skapi og að þau hafi meiri tilhneigingu til að fá kvíða, þunglyndi og streitu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningunni frá vísindamönnunum.

 

Þeir leggja áherslu á að morgunverður með réttum næringarefnum og vítamínum tryggi bestu vitræna virkni.

 

Að mati rannsakenda ætti hollur morgunmatur helst að innihalda eitthvað úr hverjum af fimm helstu fæðuflokkunum, sem eru ávextir og grænmeti, kolvetni, prótein, mjólkurvörur og fita.

 

“Hver máltíð þarf ekki að vera í fullkomnu jafnvægi milli þessara flokka. En yfir daginn eða vikuna ættum við að neyta ráðlagðs magns heilsunnar vegna,” segir Lee Smith.

 

Að auki telja vísindamennirnir að dagleg morgunverðarrútína geti veitt aðhald og sé góð byrjun á degi barnanna.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu BMC Nutrition Journal.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Halfpoint /Shtterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is