Alheimurinn

Minnkun tunglsins veldur tunglskjálftum sem skapa hættu fyrir geimfara

Myndir NASA sýna sprungur á yfirborði tunglsins. Þær eru taldar til marks um jarðvirkni á svæði sem hugsað er fyrir næstu lendingar á tunglinu.

BIRT: 25/10/2024

NASA áætlar að senda fyrstu geimfarana í meira en 50 ár til tunglsins fyrir lok árs 2024.

 

Megintilgangurinn er að undirbúa langtímabúsetu manna á þessum fylgihnetti okkar. Þess vegna rannsaka menn nú gaumgæfilega hvað bíður geimfaranna.

 

Og nú er varað við suðurpól tunglsins sem lendingarstað í niðurstöðum Smithsonian-stofnunarinnar en rannsóknarverkefnið var kostað af NASA.

 

Ógnina að finna í miðjunni

Suðurpóllinn þykir heppilegur lendingarstaður vegna þess að þar er talið vera vatn í ísformi og einmitt það er mikilvægasta forsenda búsetu manna til langframa, enda bæði erfitt og fokdýrt að flytja nægilegt vatn til tunglsins.

 

Ógnina er að finna inni í miðju tunglsins sem á síðustu milljónum ára hefur kólnað mikið.

 

Við kælinguna harðnar ytri skel hnattarins en massinn þjappast inn á við.

 

Af þessu leiðir að þvermál tunglsins hefur minnkað um nálægt 200 metra síðan það myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára.

Þess vegna minnkar tunglið

  • Áður ríkti mikill hiti innan í tunglinu en það hefur kólnað á mörgum milljónum ára.

 

  • Við kælinguna harðnar ysta skelin, jafnframt því sem massinn minnkar að rúmfangi. Einmitt vegna þess að ysta lagið harðnar, brotnar það upp þegar hnötturinn dregur sig saman.

 

  • Þessu má líkja við vínber sem skreppur saman og verður að rúsínu. En yfirborð tunglsins brotnar upp og myndar hæðir og dali.

 

  • Þegar yfirborðið dregst inn á við myndast plötur sem núast saman. Það gæti verið orsök margra þeirra skjálfta sem NASA greinir frá.

Þetta leiðir af sér landskjálfta. Hér á jörð taka jarðskjálftar ekki nema fáeinar sekúndur en á tunglinu geta þeir staðið yfir klukkutímum saman.

 

Slík þróun gæti truflað verulega áætlanir um búsetu til lengri tíma.

 

„Rétt eins og jarðskjálftar verða tunglskjálftar vegna eins konar ágalla á talsverðu dýpi. Þeir geta orðið nógu öflugir til að skadda menn og mannvirki ásamt tækjabúnaði,“ segir jarðfræðingurinn Thomas Watters sem er yfirmaður hjá Smithsonian-stofnuninni og einn af vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina.

 

Myndir NASA sýna sprungur í yfirborði tunglsins og þær eru sagðar til sönnunar um öfluga jarðvirkni einmitt á þeim svæðum sem talin hafa verið vænlegust til lendinga.

Tunglið hefur kólnað á nokkrum milljónum ára, sem veldur því að tunglið minnkar um um 100 metra í radíus. Myndin hér sýnir hvernig yfirborð tunglsins springur vegna samdráttar tunglsins. Örvarnar sýna hvernig tveir jarðvegsflekar eru að færast í áttina að hvor öðrum - hugsanlegur undanfari tunglskjálfta.

Það er mikilsvert að hafa þessar nýuppgötvuðu afleiðingar af samdrætti tunglsins í huga þegar að því kemur að ákvarða nákvæmlega staðsetningu varanlegra bækistöðva á tunglinu, segja vísindamennirnir sem unnu rannsóknina.

Artemis er geimferðaáætlun Nasa sem á næstu árum á að koma mönnum til tunglsins á ný. Langtímamarkmiðið er að koma á fót tunglstöð og geimstöð á braut um tunglið. Lestu hér um Artemis-áætlunina.

„Þetta getur virst gerast hægt og hægt en samdrátturinn veldur umtalsverðri röskun yfirborðsins á tilteknum svæðum – þar á meðal svæðum þar sem NASA hefur gert ráð fyrir mögulegum lendingarstöðum fyrir mannaða geimfarið Artemis III,“ segir Thomas Watters.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© w

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is