Menning

Muhammad Ali: Versti andstæðingur hans var BNA 

Hann hafði ógnvænlega hægri hönd, mikinn kjaft og enn stærra egó. Muhammad Ali mætti öllum óttalaus, í og utan við hringinn. Eins þegar það átti eftir að kosta hann starfsferilinn. 

BIRT: 09/06/2024

Vissir þú að Muhammad Ali byrjaði að æfa box af því að hann vildi berja strák sem hafði stolið hjóli hans? Og eins að hann breytti nafni sínu til að losna við tengingar í þrælahaldið? Og að hann missti réttindin til að boxa því hann neitaði að taka þátt í Víetnam stríðinu? 

 

Hér er boxarinn sem gerði andstæðinga sína brjálaða meðan hann flögraði eins og fiðrildi og stakk eins og býfluga. 

Handbókin

Muhammad Ali (fæddur Cassius Carsellus Clay Jr.)

 

  • Fæðingarár: 1942

 

  • Dáinn: 2016

 

  • Hæð: 1,91 m 

 

  • Þyngd: um 100 kg 

 

  • Þekktur fyrir: Ótrúlegan boxstíl sinn, snjöll tilsvör og pólitíska baráttu. 

 

  • Vissir þú að?
    Muhammad Ali reyndi fyrir sér sem leikari? Hann tók m.a. þátt í Broadway söngleiknum „Buck White“ (1969) og sjónvarpsseríunni „Freedom Road“ (1979). 

Hvernig var uppvöxtur Muhammad Alis? 

Muhammad Ali fæddist þann 17. janúar 1942 í bænum Louisville í Kentucky í suðausturhluta BNA.

 

Faðirinn, Cassius Marcellus Clay Sr. var skiltamálari og eiginkona hans, Odessa Grady Clay starfaði sem heimilishjálp.

 

Fjölskyldan sem einnig taldi tveggja ára yngri bróður, Rudolph, tilheyrði millistétt þeldökkra og átti eitt hrörlegt hús. En þau voru hreint ekki í góðum efnum. 

 

„Mest af þeim klæðnaði sem við gengum í var kominn frá nytjamörkuðum, það sama má segja um skóna mína sem kostuðu einn eða tvo dali“, sagði Ali síðar.

 

Ali naut þess að aðstoða föður sinn í vinnunni en skólinn reyndist öllu meiri áskorun. Hann átti erfitt með að lesa og skrifa, erfiðleikar sem á þessum tíma voru álitnir til marks um takmarkaðri greind en sem vísindin hafa sýnt að stafa einatt af lesblindu.

„Cassius Clay er þrælanafn. Ég valdi það ekki sjálfur og ég vil ekki bera það“.

Muhammad Ali, þegar hann breytti um nafn. 

Þegar hann kláraði árið 1960 framhaldsskóla var það án þess að hafa nokkuð próf í vasanum. Þess í stað fékk hann bara vottorð um að hann hefði tekið þátt í skólastarfinu. 

Hvernig varð Muhammad Ali yngsti heimsmeistari sögunnar? 

Eitt sinn hélt Ali ásamt félaga sínum í október 1954 í verslunarmiðstöð í Louisville. Þegar þeir ætluðu að halda heimleiðis uppgötvaði Ali að kærasta eign hans, glænýtt hjól sem var rautt og hvítt á litinn, hafði verið stolið. 

 

Í leit sinni að hjólinu endaði hann í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar þar sem æfingasalurinn Columbia Gym var til húsa.

 

Þar æfði boxþjálfarinn Joey Martin hæfileikaríka unga stráka. Gráti næst útskýrði Ali fyrir honum að hann vildi tuska þjófinn ærlega til ef hann gæti fundið hann.

Muhammad Ali var skírður Cassius Clay. Boxarinn var nefndur eftir hvítum pólitíkusi sem barðist gegn þrælahaldi í borgarastríðinu. 

Martin mældi Ali út – sem á þessum tíma vó 40 kíló – og sagði að hann þyrfti þá fyrst að læra að boxa. Ekki leið á löngu þar til Ali skráði sig í boxklúbbinn og frá fyrsta degi reyndist hann vera ákaflega sjálfsöruggur sem fór ákaflega í taugar reyndari boxara. 

 

„Hann gortaði alltaf að hann væri sá besti og að dag einn yrði hann meistari“, sagði Martin síðar. 

 

En Ali hafði bæði yfir að ráða hæfileikum og viljanum til að sigra sem kom fljótt í ljós. Einungis sex vikum eftir að hann hóf æfingar þurfti Ali að berjast við eldri og reyndari andstæðing sem hét Ronny O’Keith og sigraði.

Muhammad Ali ásamt þjálfara sínum Joe Martin. Að sögn Ali kenndi þjálfarinn honum að „fljúga eins og fiðrildi og stinga eins og býfluga“.

Eftir að hafa unnið mörg bæjar- og svæðismót tók hinn einungis 18 ára gamli Ali þátt í Ólympíuleikunum í Róm árið 1960.

 

Þegar hann hélt heimleiðis var hann með gullmedalíu í farteski sínu. Fjórum árum síðar var Ali tilbúinn að skora á Sonny Liston, ríkjandi heimsmeistara í þungavigt. 

 

Ali tók nú nýja tækni í sína notkun. Hann talaði niður til allra andstæðinga sinna með grimmilegum hætti: 

 

„Finnst ykkur hann ekki vera ljótur? Hann er of ljótur til að vera heimsmeistari“, sagði Ali um 34 ára andstæðing sinn Sonny Liston í sjónvarpsviðtali skömmu fyrir bardagann.

 

Áhorfendum og íþróttafréttariturum til mikillar furðu sigraði hann Sonny Liston og þessi einungis 22 ára gamli heimsmeistari naut árangursins til hins ítrasta: 

 

„I am the greatest!“ – Ég er langbestur! – lýsti hann yfir eftir sigurinn fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. 

 

Þessi upphrópun hans vakti mikla athygli, ekki einungis vegna þess hversu sjálfsöruggur Ali var, heldur einnig vegna þess að samkvæmt hefðinni áttu þeldökkir íþróttamenn, jafnvel þegar andstæðingurinn var einnig dökkur á hörund að ganga hægt og rólega út um dyrnar eftir sigur til að forðast að styggja hina hvítu.

Hvaða áhrif hafði mannréttindahreyfingin á Muhammad Ali? 

Muhammad Ali ólst upp í landi þar sem aðskilnaður svartra og hvítra var viðtekinn.

 

Svartir og hvítir bjuggu og gengu í skóla hvorir fyrir sig og aðskilnaðurinn var festur í lögum. Hæstiréttur hafði árið 1896 kveðið upp úr um að svartir og hvítir gætu vissulega lifað „aðskildir en jafnir“. 

 

Að þessi aðskilnaðarstefna skyldi lifa góðu lífi 150 árum eftir að þrælahald var afnumið var augljóst í augum Alis árið 1955. Í ágúst þetta sama ár ávarpaði Emmett Till, fjórtán ára gamall blökkudrengur, hvíta stúlku í verslun í Mississippi með orðinu „baby“. 

 

Þessi athugasemd átti eftir að hafa hræðilegar afleiðingar. Tveimur dögum síðar rændi eiginmaður konunnar og félagi hans Till sem þeir pyntuðu og myrtu síðan. 

 

Þegar mennirnir tveir voru síðar sýknaðir af hvítum kviðdómi gaus upp reiði meðal svartra. Fáum mánuðum síðar náði mannréttindahreyfing þeirra miklum skriðþunga. 

Nýtilkominn frítími Breta fékk þá til þess að taka upp ýmis konar áhugamál á Viktoríutímanum.

„Þrátt fyrir að ég hafi ekki persónulega þekkt Emmett Till hef ég séð hann síðan í hverjum einasta litla blökkudreng og stúlku sem ég hitti. Þegar ég sá myndina af honum í dagblaðinu var mér ljóst að sagan hefði allt eins getað farið svona með mig eða bróður minn“, sagði Ali síðar. 

Af hverju gerðist Muhammad Ali múslimi og breytti um nafn? 

Í desember 1961 fangaði skopteikning í dagblaði athygli Muhammad Ali. 

 

Teikningin sýndi hvernig hvítur þrælahaldari pískaði þræl sinn meðan hann krafðist þess að þrællinn ætti að biðja til Jesús. Teikningin birtist í múslímska vikuritinu „Muhammad talar“ og boðskapurinn var greinilegur: Kristindómur var vopn hvítra til að kúga blökkumenn. 

 

„Þessi teikning snart mig sérstaklega“, skrifaði Ali síðar. Hann ákvað því að fara á stefnumót við múslimskan predikara. 

 

„Um leið og ég heyrði hvað hann hafði að segja vissi ég að það var þetta sem ég hafði leitað eftir allt mitt líf“, sagði hann síðar. Muhammad Ali gerðist múslimi í febrúar 1969. 

 

Þessi ákvörðun hans reyndist afar umdeild, bæði meðal kostunaraðila og aðdáenda. Engu að síður stóð hann fast á sinni skoðun og sætti sig við þá áhættu sem hann tók með henni. Þegar hann skipti um trú breytti hann einnig nafni sínu. Þann 6. mars 1964 breyttist Cassius Clay þannig í Muhammad Ali. 

 

„Cassius Clay er þrælanafn. Ég hef ekki sjálfur valið það og ég vil ekki bera það“, lýsti hann yfir. Meðan á þrælahaldi stóð fengu blökkumenn oft eftirnafn eiganda síns. 

Hvað var Nation of Islam? 

Trúfélagið sem Ali var orðinn hluti af nefndist Nation of Islam og hafði verið stofnað árið 1930. Trúfélag þetta samþætti islam og þjóðernisstefnu blökkumanna. 

 

Samkvæmt hinni nýju trú Muhammad Alis hafði Guð – Allah – veitt hinum hvítu leyfi til að ríkja í 6.000 ár. Það tímaskeið hafði runnið út árið 1914 og nú var komið að blökkumönnum að taka völdin.

Frá 1961 byrjaði Ali að sækja fundi trúarfélagsins Nation of Islam, en talsmaður þess, Malcolm X, varð andlegur leiðbeinandi Ali.

Nýja hreyfingin predikaði m.a. að svartir ættu að standa á eigin fótum, eiga sín eigin fyrirtæki og með tímanum mynda sín eigin ríki sem áttu að samanstanda af gömlu þrælaríkjunum Georgíu, Alabama og Mississippi. 

 

Meðlimir Nation of Islam þurftu að undirgangast strangar reglur um siðferði og ráðvendni. Meðal annars var kynlíf fyrir utan hjónaband stranglega bannað.

 

Þessar reglur átti Ali í miklum vandræðum með að uppfylla. Hann giftist fjórum sinnum og var ótrúr eiginkonum sínum hvað eftir annað. 

 

Að minnsta kosti ein þeirra, Veronica Porché, þriðja eiginkona Alis, fyrirgaf þó eiginmanni sínum. Hún taldi frægðina hafa stigið honum til höfuðs og hann látið undan freistingum. 

 

„Freistingin var of mikil fyrir hann en konur sóttu í hann eins og mý á mykjuskán“, lýsti Veronica Porché yfir eftir skilnaðinn við Muhammad Ali. 

Ali var þekktur fyrir árásargjarnan dansandi stíl sem ruglaði andstæðingana í ríminu. 

Muhammad Ali boxaði í bardaga aldarinnar 

Heimsmeistaratitilinn vann Muhammad Ali og endurheimti alls þrisvar sinnum. Bardagar hans þykja einhverjir þeir bestu í sögu boxíþróttarinnar og fylgdust milljarðar með honum í sjónvarpi um heim allan. 

Bardaginn við Sonny Liston 

Sonny Liston var álitinn sigurstranglegri þegar hann og Muhammad Ali mættust í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Hinn fimi og skjóti Ali dansaði í kringum hinn þunga Liston og Ali var síðan krýndur heimsmeistari. 

Bardaginn við Joe Frazier 

Muhammad Ali og Joe Frazier voru báðir ósigraðir þegar þeir mættust í bardaga sem var þá sagður vera bardagi aldarinnar. Ali sem þá hafði misst sinn ótrúlega hraða og tímasetningu eftir mörg ár án bardaga, tapaði eftir fimmtán lotur en bardaginn er samt talinn einn af hans bestu. 

Bardaginn við George Foreman

Rothögg tryggði Muhammad Ali sigurinn yfir George Foreman í bardaganum sem Ali nefndi „The Rumble in the Jungle“. Hinn aldraði Ali sem var farinn að missa þol sitt, notaði hér í fyrsta sinn „rope-a-dope“ tækni sem gekk út á að standa upp við kaðlana og forðast högg til þess að þreyta andstæðing sinn. 

Bardaginn við Joe Frazier 

Þennan bardaga sáu milljónir manna og var hann sá þriðji og seinasti milli Frazier og Ali og óvenju hrottafenginn. „Það næsta sem maður kemst dauðanum“, sagði Ali sem vann þegar Frazier gafst upp eftir fjórtán lotur. Þessi hrikalegi bardagi í miklum hita varð til þess að báðir boxarar misstu mörg kíló. 

Hvers vegna neitaði Muhammad Ali að gegna herþjónustu? 

Þegar Muhammad Ali var kvaddur í herinn árið 1966 í Víetnam-stríðinu sótti hann um undanþágu af trúarlegum ástæðum.

 

Umsókn hans var samþykkt en dómsmálaráðuneytið hafnaði þeim gjörningi með þeim skýringum að þar á bæ tryðu menn ekki útskýringum Alis. 

Þegar Ali neitaði að taka þátt í Víetnamstríðinu hafði það miklar afleiðingar á hans feril.

Þegar Muhammad Ali ári síðar, þann 28. apríl 1967 mætti á skráningarmiðstöð hersins í Houston hreyfði hann sig ekki úr stað þegar nafn hans var kallað upp. 

 

„Það samrýmist ekki trú minni að samþykkja þetta hlutskipti“, tilkynnti hann fjölmiðlamönnum skömmu síðar. 

 

En trúin var ekki eina ástæða Alis fyrir því að neita að halda í stríð. Pólitískar ástæður skiptu einnig máli fyrir heimsmeistarann sem áréttaði að hann og Víetnamar væru báðir að berjast við sama óvininn. 

 

„Ég á ekki í neinum útistöðum við neina Víet Kong-hermenn. Af hverju ætti ég að skjóta þá?

 

Þeir hafa aldrei kallað mig negra, þeir hafa aldrei hengt mig eða mína upp í tré eða ráðist á mig með hunda sína. Þeir hafa heldur ekki rænt mig þjóðerni mínu og nauðgað eða drepið foreldra mína“, sagði hann.

 

Ali vissi sem var að þar með var hann búinn að fórna ferli sínum en kaus samt sem áður að standa við orð sín. Bardaginn utan hringsins var nú orðinn sá mikilvægasti fyrir Muhammad Ali. 

Fór Muhammad Ali í fangelsi? 

Sama dag og Muhammad Ali neitaði að gegna herþjónustu missti hann réttindi sín til að boxa.

 

U.þ.b. tveimur mánuðum síðar, þann 20. júní 1967 var hann fundinn sekur í réttarhöldum í Houston um að brjóta gegn lögum um herskyldu. Dómurinn hljómaði upp á fimm ára fangelsi og 10.000 dala sekt. Hann áfrýjaði dómnum og slapp þannig við að dvelja í fangelsi til að byrja með. 

„Ég á ekki í neinum útistöðum við neina Víet Kong-hermenn. Af hverju ætti ég að skjóta þá? Þeir hafa aldrei kallað mig negra“.

Muhammad Ali fyrir ástæðu þess að neita að gegna herþjónustu í Víetnam-stríðinu. 

Þrátt fyrir að Ali hafi ekki mátt boxa meðan dómsmálið var í gangi vann tíminn með Ali, allt þar til að málið var tekið upp á ný. Andstaðan gegn Víetnamstríðinu hafði vaxið hratt og í lok sjöunda áratugarins voru 110.000 karlmenn ákærðir fyrir viðlíkar sakir gagnvart hernum.

 

Þegar mál Alis fór síðar fyrir hæstarétt í júní 1971 kaus ákæruvaldið að falla frá ákærum sínum. 

Eftir síðari heimsstyrjöldina sprettur baráttan fyrir jafnrétti aftur upp í BNA. Presturinn Martin Luther King stendur í fararbroddi til að berjast gegn kynþáttalögum. Á sama tíma berst Ku Klux Klan gegn hugmyndum aðgerðarsinna um frelsi og jafnrétti.

Hvað var „The Rumble in the Jungle“? 

Þegar Muhammad Ali endurheimti réttindi sín árið 1971 hélt hann strax í hringinn til að vinna titil sinn aftur. Fyrsti bardaginn var gegn Joe Frazier en hann hafði náð heimsmeistaratitlinum í þungavigt í fjarveru Alis. 

 

Ali var ryðgaður á þessum tíma og tapaði bardaganum og var það hans fyrsta tap á ferlinum. Hann komst þó skjótt aftur í sitt gamla form og arið 1974 var hann tilbúinn að skora á ríkjandi heimsmeistara, George Foreman. Boxararnir tveir kröfðust svo mikilla upphæða í verðlaunafé að nauðsynlegt var að finna kostunaraðila. 

Að Víetnam-stríði loknu var Ali tekinn í sátt á ný. Hann hélt fyrirlestra um réttindabaráttu svartra og fram að dauða sínum var honum boðið í Hvíta Húsið af öllum bandarískum forsetum. 

Einræðisherra Zaire, Mobutu Sese Seko, kvaðst reiðubúinn að uppfylla kröfur þeirra í von um að þessi mikli bardagi myndi tryggja honum jákvæða umfjöllun.

 

Því átti bardaginn sér stað þann 30. október í Kinshasha í Zaire (í dag lýðveldið Kongó). Þessi óvenjulega staðsetning fyrir bardagann varð til þess að Ali nefndi hann „The Rumble in the Jungle“.

 

Áður en kom að sjálfum bardaganum lagði hann sig fram um að reyna að niðurlægja andstæðing sinn með snjöllum tilsvörum. Og nú varð háð hans nánast ljóðrænt: 

 

„Ég flögra eins og fiðrildi og sting eins og býfluga. George getur ekki hæft það sem hann sér ekki“, hljómaði fyrsti hlutinn af runu móðgana sem í takti og samsetningu minnir á þá tónlistarstefnu sem undir lok áttunda áratugarins hlaut nafnið rapp. 

Hvernig dó Muhammad Ali? 

Eftir nokkur töp í hringnum ákvað Ali að leggja boxhanskana á hilluna árið 1981. Þá gat hann státað af 56 sigrum og 37 þeirra með rothöggi.

 

Alls tapaði hann einungis fimm bardögum. Næstu ár nýtti Ali í mannúðarstörf og pólitískar aðgerðir, t.d. heimsótti hann árið 1988 afríska ríkið Súdan til að vekja athygli heimsbúa á þeirri hungursneyð sem geisaði í þessu fátæka landi. 

 

Ali gat þó ennþá rifið kjaft. Hann studdi opinberlega palestínska aðgerðasinna og heimsótti m.a. einræðisherra Írak, Saddam Hussein.

 

Árið 2005 var Muhammad Ali sæmdur orðunni „Presidential Medal of Freedom“. Þegar Ali tók við heiðursorðunni af George W. Bush forseta var Parkinson-sjúkdómurinn farinn að setja sitt mark á hann en það er ólæknanlegur sjúkdómur sem ræðst m.a. á heilafrumur.

 

Á næstu árum versnaði sjúkdómurinn og þann 3. júní 2016 lést Muhammad Ali. 

Lesið meira um Muhammad Ali 

  • Anthony Edmonds: Muhammad Ali – A Biography, Greenwood Press, 2006

 

  • Muhammad Ali: The Greatest – My Own Story, Ballantine Books, 1976

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Getty Images. © The Courier-Journal. © Library of Congress. © Boxing Epics. © Boxing Legends. © El Gráfico. © Roots of Fight. © Courtesy Ronald Reagan Library.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is