Múrar bæta afköst vindmyllna

Hindranir framan við vindmyllur geta aukið vindhraðann á spöðunum og þannig aukið orkuframleiðsluna um 10%.

BIRT: 03/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vindmyllur eru mikilvægur hluti af lausninni þegar við hyggjumst kveðja jarðefnaeldsneyti svo sem kol, olíu og gas. Nú hafa hollenskir vísindamenn fundið aðferð til að auka afköst vindmyllna um allt að 10%.

 

Almennt gæti maður haldið að flatlendi, án hindrana á borð við hæðir í landinu, gróður eða hús skapi mestan vindhraða og þar með kjöraðstæður.

Garðar auka vindinn

Með einfaldri aðferð má láta vindmyllur framleiða 10% meira af grænni orku.

Mikill hraði á jafnsléttu

Vindmyllur eru staðsettar þar sem vindhraði er mikill og jafn allt árið.

Veggur beinir vindinum upp

Hindrun framan við vindmyllu beinir vindinum upp – alveg að mylluspöðunum.

Afköstin aukast

Meiri vindur eykur afköstin. Litlir leiðigarðar geta gert vindmyllur allt að 10% afkastameiri.

En hindranir geta reyndar aukið afköstin. Lágur veggur framan við vindmyllu beinir vindinum upp á við og eykur þannig vindhraðann á mylluspöðunum. Það eykur afköst vindmyllunnar rétt handan við hindrunina.

 

Því miður hafa tilraunir þó sýnt að heildaráhrifin á heilan vindmyllugarð verða neikvæð. Fremstu vindmyllurnar skila að vísu meiri afköstum en á móti dregur samanlagt meira úr afköstum þeirra sem standa aftar.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Twenteháskóla í Hollandi hins vegar upphugsað lausn á vandamálinu.

 

Myndband: Sjáðu hvernir litlir veggir skapa iðustreymi í loftinu

Í rannsóknarstofu hafa þeir líkt eftir vindmyllugarði með 24 vindmyllum og gert tilraunir með mismunandi breidd, hæð og staðsetningu veggja og komist að þeirri niðurstöðu að sé þetta allt rétt sett upp megi auka heildarafköstin um 10%.

 

Hindranirnar eiga að vera einn tíundi af hæð vindmyllnanna og breiddin á að vera fimmföld hæðin. Séu veggir eða tré í þessari stöðu gagnast aukinn vindhraði öllum vindmyllunum.

 

Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir áratuga reynslu af vindmyllum er enn gerlegt að bæta afköst þeirra.

 

Yrðu allar vindmyllur sem nú starfa á hnettinum 10% afkastameiri, ykist framleiðsla þeirra sem svarar orkunni frá 50 kolaorkuverum.

BIRT: 03/06/2022

HÖFUNDUR: Ebbe Rasch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © L. Liu & R. J. A. M. Stevens

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is