Robin Hood gangsteranna
Atvinnulausir Bandaríkjamenn bíða eftirvæntingarfullir eftir því að fá aðgang að súpueldhúsi Al Capone. Þegar að kreppan mikla skall á BNA (1929 – 1939) urðu peningabuddur alþýðunnar jafn tómar og magar þeirra. Súpueldhús Capones bauð daglega upp á þrjá skammta af heitum manns til um 2200 íbúa í Chicago.
Chicago, BNA
Nóvember 1930
Götuhorn fær nýja íbúa
Ungt par starir örvæntingarfullt út í loftið. Hjónakornin voru nýlega neydd til að flytja úr heimili sínu og verða að sætta sig við að búa um stund á götuhorni. Í áraraðir hefur kreppan herjað á samfélagið og gert milljónum Bandaríkjamanna lífið óbærilegt.
Los Angeles, BNA
September 1937
Sofðu þegar þú verður gamall!
Á þriðja áratugnum spruttu fram keppnir í maraþondansi í BNA. Reglurnar voru einfaldar: Til þess að vinna áttu þátttakendur að dansa stanslaust allan sólarhringinn í allt að tvo mánuði. Matur var snæddur á dansgólfinu og dansfélagarnir gátu skipst á að sofa í faðmi félagans. Í kreppunni (1929 – 33) jókst áhugi á dansi mikið vegna verðlaunanna.
Washington, BNA
1924
Á toppi heimsins
Með stóískri ró herðir byggingarverkamaður enn einn boltan – í næstum 400 metra hæð. Meira en 3000 verkamenn unnu að byggingu Empire State Building. Skýjakljúfurinn skýst upp til himins með eldingarhraða árið 1930 og verður á mettíma hæsta bygging heims. Byggingin verður þjóðlegt minnismerki um vöxt og bjartsýni í miðri verstu kreppu aldarinnar.
Manhattan, BNA
1930
Bandaríkjamenn í röð eftir mat
Fátækt fólk bíður þess að fá afhentan mat frá opinberu súpueldhúsi. Árið 1937 trúa Bandaríkjamenn að versta efnahagskreppa aldarinnar – The Great Depression – sé yfirstaðin. En enn eitt áfallið skellur á. Á einungis einu ári fellur iðnaðarframleiðsla um 40% og sjö milljónir manna verða atvinnulausar.
BNA 1937
Robin Hood gangsteranna
Atvinnulausir Bandaríkjamenn bíða eftirvæntingarfullir eftir því að fá aðgang að súpueldhúsi Al Capone. Þegar að kreppan mikla skall á BNA (1929 – 1939) urðu peningabuddur alþýðunnar jafn tómar og magar þeirra. Súpueldhús Capones bauð daglega upp á þrjá skammta af heitum manns til um 2200 íbúa í Chicago.
Chicago, BNA
Nóvember 1930
Götuhorn fær nýja íbúa
Ungt par starir örvæntingarfullt út í loftið. Hjónakornin voru nýlega neydd til að flytja úr heimili sínu og verða að sætta sig við að búa um stund á götuhorni. Í áraraðir hefur kreppan herjað á samfélagið og gert milljónum Bandaríkjamanna lífið óbærilegt.
Los Angeles, BNA
September 1937
Sofðu þegar þú verður gamall!
Á þriðja áratugnum spruttu fram keppnir í maraþondansi í BNA. Reglurnar voru einfaldar: Til þess að vinna áttu þátttakendur að dansa stanslaust allan sólarhringinn í allt að tvo mánuði. Matur var snæddur á dansgólfinu og dansfélagarnir gátu skipst á að sofa í faðmi félagans. Í kreppunni (1929 – 33) jókst áhugi á dansi mikið vegna verðlaunanna.
Washington, BNA
1924
Á toppi heimsins
Með stóískri ró herðir byggingarverkamaður enn einn boltan – í næstum 400 metra hæð. Meira en 3000 verkamenn unnu að byggingu Empire State Building. Skýjakljúfurinn skýst upp til himins með eldingarhraða árið 1930 og verður á mettíma hæsta bygging heims. Byggingin verður þjóðlegt minnismerki um vöxt og bjartsýni í miðri verstu kreppu aldarinnar.
Manhattan, BNA
1930
Bandaríkjamenn í röð eftir mat
Fátækt fólk bíður þess að fá afhentan mat frá opinberu súpueldhúsi. Árið 1937 trúa Bandaríkjamenn að versta efnahagskreppa aldarinnar – The Great Depression – sé yfirstaðin. En enn eitt áfallið skellur á. Á einungis einu ári fellur iðnaðarframleiðsla um 40% og sjö milljónir manna verða atvinnulausar.
BNA
1937