Næturklúbbar buðu feimnum upp á loftborin stefnumót

Það var víst ekkert auðveldara að komast á stefnumót á þriðja áratug síðustu aldar en í dag. En í Berlín þróuðu tveir næturklúbbar sniðugt kerfi sem átti að létta feimnum lífið.

BIRT: 15/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Upp úr 1920 voru stefnumót alveg jafn erfið og nú til dags. Margir óttuðust að þurfa að mæta mögulegum kærustum augliti til auglitis.

 

Tveir næturklúbbar í Berlín, Resi og Femina, þróuðu því snemma eins konar Tinder-app. Í Resi gátu verið 1.000 gestir til borðs og á dansgólfi. Hvert borð hafði sitt númer, síma og framsækið rörakerfi.

Gestirnir gátu skoðað mögulega maka úr fjarlægð og sent þeim skilaboð. Þau voru sett í lítið hylki og með lofttæmi og hugvitssamlegu kerfi röra náði pósturinn til hinnar útvöldu.

 

Hópur kvenna sá um að lesa skilaboðin til að flokka burt allt það sem þótti of blygðunarlaust.

 

Með rörapóstinum gátur gestirnir einnig sent litlar gjafir – og gengi allt að óskum var loks hægt að taka upp símann og spjalla saman.

BIRT: 15/09/2022

HÖFUNDUR: Niels Peter Granzow Busch

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is