Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Þetta óvenjulega fyrirbæri ferðast á svo miklum hraða að það gæti sloppið úr Vetrarbrautinni. NASA veit ekki hvaða fyrirbæri þetta er.

BIRT: 29/08/2024

Vel flestar stjörnurnar ferðast í ró og spekt um miðju Vetrarbrautarinnar.

 

En NASA hefur uppgötvað fyrirbæri sem hreyfist svo hratt að það mun að lokum sleppa frá þyngdarafli Vetrarbrautarinnar og hverfa út í geim.

 

Fyrirbærið hefur hlotið nafnið CWISE J1249 og er nú í 400 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

 

444 kílómetrar á sekúndu

Geimferðastofnunin áætlar að CWISE J1249 sé um 27.000 sinnum stærri en jörðin.

 

Samt hefur fyrirbærið tiltölulega lágan massa, sem gerir það erfitt setja það í flokk með öðrum himintunglum.

 

Það gæti verið lágmassastjarna.

 

Fyrirbærið gæti líka verið brúnn dvergur sem hvorki telst stjarna né pláneta. Hann hefur svipaðan massa og gasrisinn Júpíter eða lítil stjarna.

 

Venjulegir brúnir dvergar eru ekki svo sjaldgæfir. Vísindamenn hafa uppgötvað meira en 4000 brúna dverga.

 

En enginn hinna er á leið út úr vetrarbrautinni líkt og CWISE J1249, sem, þegar þetta er skrifað, er á braut um Vetrarbrautina á meira en 1,6 milljón km/klst., þ.e. 444 kílómetra á sekúndu.

 

Til samanburðar snýst sólin um Vetrarbrautina á 828.000 km/klst hraða, þ.e. 230 kílómetra á sekúndu.

Hreyfimynd sýnir hvíta dvergstjörnu springa og feykir fyrirbærinu með miklum hraða.

En hvers vegna hreyfist fyrirbærið á svo miklum hraða að það gæti ferðast frá jörðinni til tunglsins á aðeins 15 mínútum?

 

Ein tilgátan er sú að CWISE J1249 hafi feykst af stað vegna sprengingar hvítrar dvergstjörnu sem stal efninu hennar.

 

Hvít dvergstjarna myndast úr kjarnasvæði deyjandi stjörnu. Ef hvít dvergstjarna er hluti af tvístjörnukerfi getur hún stolið gasi frá félaga sínum – í þessu tilviki CWISE J1249 – og þar með orðið þyngri.

Ekki er alltaf hægt að útskýra það þegar sést hefur til fljúgandi furðuhluta og sumir vísindamenn telja í raun að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist úti í geimnum.

Önnur tilgáta er að fyrirbærið hafi komið úr stjörnuþyrpingu þar sem tvö svarthol hafi feykt þeim á gríðarhraða út í geim.

 

„Þegar margar stjörnur rekast á svarthol getur flókið gangverk þessarar víxlverkunar kastað fyrirbærum frá sér á gríðarlegum hraða,“ sagði Kyle Kremer, lektor í stjarnfræði- og stjarneðlisfræðideild UC San Diego, í fréttatilkynningu.

 

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina hyggjast nú skoða nánar frumefnasamsetningu CWISE J1249 til að fá vísbendingu um hvaða atburðarás er sú líklegasta.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shitterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is