Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Þegar öldungadeildarþingmaður lætur lífið í flugslysi tekst FBI að afhjúpa samsæri gegn bandarísku alríkisstjórninni: Eins og könguló í vef sínum spinnur þýskur útsendari margvíslegar mútur til handa valdamiklum stjórnmálamönnum til að gefa Hitler frítt spil í Evrópu.

BIRT: 22/05/2024

Akurinn nærri Lovettsville í Virginíu er þakinn skældum flugvélarbútum og sundurtættum líkömum. Laugardaginn þann 31. ágúst 1940 hefur DC-flugvél hrapað niður með 25 farþega og áhafnarmeðlimi innanborðs. 

 

Íbúar frá nærliggjandi húsum hraða sér á slysstaðinn til þess að veita aðstoð en þar en enga lifandi manneskju að finna. Einn sjónarvottur finnur uppreimaða skó með blóðugum fótum í. Annar hrasar um útlimalausan skrokk. 

 

Meðal þeirra 25 sem fórust þarna var hinn 62 ára gamli öldungadeildarþingmaður Ernest Lundeen frá Minnesota. Vera hans í flugvélinni og þær dularfullu kringumstæður sem tengdust hrapinu verða til þess að afhjúpa alvarlega ógn sem stafar að lýðræði Bandaríkjamanna. 

 

Lundeen hefur nefnilega þegið mútur til þess að dreifa nasískum áróðri – og hann er alls ekki eini stjórnmálamaðurinn sem er í vasa Þjóðverja. 

 

Nasistaútsendari mútar Lundeen

Ernest Lundeen var einhver háværasti einangrunarsinninn í BNA. Hann taldi að þjóðin ætti að láta önnur lönd sigla sinn sjó og hafa einungis áhyggjur af eigin öryggi. 

 

Þegar hann hlaut kosningu í öldungadeildina árið 1917 greiddi hann atkvæði gegn því að BNA skyldi taka þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. En hann gat ekki komið í veg fyrir að BNA sendi herlið til Evrópu.

 

Á þriðja áratugnum og í upphafi þess fjórða var Lundeen ennþá eindreginn andstæðingur þess að BNA færi að flækja sig í átök hinum megin við hafið. Og í Þýskalandi tóku nasistar fagnandi eftir þessari eindregnu skoðun hans. 

 

„Við eigum að grafa undan siðferði Bandaríkjamanna“, sagði Hitler svo snemma sem árið 1933. Undir lok þess áratugar fóru nasistar með virkum hætti að reyna að hafa áhrif á kosningar í BNA. Þar átti Lundeen eftir að gegna veigamiklu hlutverki. 

 

Hitler samþykkti undirróðursaðgerð til langs tíma og hinn þýskfæddi Bandaríkjamaður George Sylvester Viereck var ráðinn til að stýra henni. Viereck var þarna á miðjum aldri en hafði búið mestan hluta ævi sinnar í BNA. Á ungdómsárum sínum var hann kunningi Ernst Lundeen sem reyndist síðan vera einn af þeim fyrstu til að þiggja þýskt mútufé. 

 

Lundeen fékk þannig greitt tugi milljóna og á móti fékk Viereck leyfi til að skrifa sumar ræðurnar sem stjórnmálamaðurinn flutti. Viereck tók einnig þátt í ritdeilum í dagblöðunum í nafni Lundeens. 

Frímerki í boði skattgreiðenda auðvelduðu dreifingu á nasískum áróðri í BNA.

Bandaríkjamenn borguðu sjálfir undir áróðurinn

Þýski útsendarinn George Viereck náði 28 þingmönnum á sitt band og fékk þá til að senda út nasískan áróður til milljóna kjósenda. Þýskaland nasista þurfti ekkert að borga fyrir viðvikið.

 

Minnesota, Montana og Michigan voru aðeins þrjú þeirra fylkja, þar sem Viereck tókst að næla í öldungadeildarþingmenn og fá þá til að senda út bréf til kjósenda sinna – bréf sem innihéldu nasískan áróður. Viereck og áróðursmálaráðuneyti Goebbles sáu um að semja boðskapinn.

 

Bréfin náðu heim til milljóna Bandaríkjamanna án þess að það kostaði nasistana í Þýskalandi eitt einasta ríkismark. Meðlimir bandarísku öldungadeildarinnar höfðu yfir að ráða ótakmörkuðu magni af umslögum með frímerkjum. Á þessum tíma var þetta fyrirkomulag talið best til þess að þingmenn gætu náð til kjósenda sinna.

 

Þannig voru það í raun skattgreiðendur sem gerðu nasistum kleift að breiða út boðskap sinn, enda var talið mikilvægt fyrir lýðræðið að fulltrúar fólksins í öldungadeildinni væru í góðu og stöðugu sambandi við kjósendur.

 

Með öðrum orðum fengu bændur, verkamenn og atvinnurekendur sjálfir að borga fyrir nasískan áróður sem endaði í póstkassa þeirra.

Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út í Evrópu í september 1939 settu Þjóðverjar aukinn kraft í leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á úrslit kosninga í BNA. Viereck tók þannig á móti ótal ritum frá áróðursráðuneyti Þýskalands. 

 

Flest þeirra fjölluðu um hversu Bandamenn þeirra væru veiklundaðir, spilltir og gætu ekkert nema að tapa stríðinu. Af þeim sökum ætti BNA að leggja allar áætlanir um að senda herlið til Evrópu á hilluna.

 

Lundeen hjálpaði ótrauður að dreifa þessum boðskap í BNA. Sem dæmi sagði pólitíkusinn þann 10. ágúst 1940 í púltinu í Öldungadeildinni: 

 

„Ég skora á unga Bandaríkjamenn að stöðva þetta óameríska málefni. Almenningur ætti að mótmæla þessari ósvinnu opinberlega“. 

 

En það var þegar tekið að hitna undir Lundeen því að öryggisdeild FBI hafði fengið veður af tengslum hans við nasistana. 

 

Lundeen brotnar grátandi saman 

Þegar Lundeen ætlaði að fljúga til Minnesota þremur vikum síðar var hann þess vegna ein taugahrúga. Hann átti að halda ræðu í heimafylki sínu um að BNA ætti meira sameiginlegt með Þýskalandi heldur en með Englandi og Frakklandi. Viereck hafði vitanlega samið þessa ræðu. 

 

Einkaritari hans hafði fyrirhugað að aka öldungadeildarþingmanninum til flugvallarins í Washington en þegar hún opnaði dyrnar að skrifstofu hans um morguninn fann hún Lundeen grátandi á bak við skrifborðið. Furðu lostin spurði hún hann hvað væri að. 

 

„Ég get ekki rætt það, þetta hefur gengið of langt til þess að hægt sé að snúa af braut“, snökti öldungadeildarþingmaðurinn án þess að útskýra mál sitt frekar. 

 

Mögulega hafði Lundeen uppgötvað að FBI fylgdist nú náið með honum. Nokkrum klukkustundum síðar hrapaði hann niður með DC-3 flugvélinni. Meðal fórnarlamba voru einnig tveir FBI fulltrúar og saksóknari frá dómsmálaráðuneytinu.

 

Þetta gaf tilefni til mikilla vangaveltna um hvort flugslysið hafi ekki stafað af vondu veðri eða tæknilegri bilun. 

 

Rannsóknarskýrsla um slysið greindi hins vegar frá því að engin sprenging hefði orðið um borð. Þess í stað hafði flugvélin skyndilega hrapað niður og skollið til jarðar á 480 km hraða. 

Flugslysanefndin sagði í skýrslu sinni að mögulega hefði DC-3 flugvélin lent í þrumuveðri og orðið fyrir eldingu.

Hvað það var sem gerðist um borð verður áfram ráðgáta en hafi einhverjir vænst þess að málið um nasistatengsl Lundeens hafi þar með horfið af sjónarsviðinu urðu þeir sömu fyrir vonbrigðum. 

 

Pólítíkusar sleppa billega 

Tíu dögum eftir útför Lundeens afhjúpaði blaðamaður nokkur að öldungadeildarþingmaðurinn hafi verið viðfang rannsóknar vegna tengsla við „undirróðursstarfsemi nasista í BNA“. 

 

Mál þetta vatt skjótt upp á sig og þegar blaðamenn tóku að grafast nánar fyrir um málavöxtu kom í ljós að Lundeen væri ekki sá eini sem Viereck hafði mútað. 

Frá árinu 1914 gaf George Viereck út tímaritið "The Fatherland", sem var hlynnt Þjóðverjum og barðist fyrir hlutleysi Bandaríkjanna. Ráðist var inn á heimili hans til að lúskra á honum árið 1918 en Viereck slapp.

Ríkissaksóknarinn William Maloney fékk FBI til að rannsaka skrifstofu hjá fjölmiðlafulltrúa nokkrum sem var grunaður um að vera á mála hjá Viereck. Þar fann öryggislögreglan hundruði skjala og umslög með nöfnum á mörgum þingmönnum öldungadeildarinnar. 

 

Alls reyndust 28 pólitíkusar vera í vasa nasista – bandarískir fulltrúar á löggjafarþingi sem komu áróðri Vierecks á framfæri með mikilli leynd. 

 

Þýski útsendarinn hafði jafnvel fengið spillta stjórnmálamenn til að senda kjósendum sínum póst þar sem nasismi var mærður.

 

Markmið Viereck var jú að reyna að grafa undan lýðræði í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir að ákærurnar gegn meðlimum öldungadeildarinnar hafi verið eldfimar tókst pólitíkusunum að afstýra hneyksli. 

 

Öldungadeildarþingmaður Montana, Burton Wheeler sem var einn þessara 28 spilltu pólitíkusa, gekk fremstur í flokki við að ófrægja sérstaklega fjölmiðla og beindi einnig spjótum sínum að ríkissaksóknaranum Maloney. 

 

Samkvæmt Wheeler voru fjölmiðlar „skítlegt fyrirbæri í samfélaginu“ og hann sakaði Maloney um að standa að baki „einhverri verstu óhróðursherferð sem nokkru sinni hefur sést í þessu landi“. 

 

Eftir mikinn þrýsting og klækjabrögð tókst Wheeler að fá dómsmálaráðherrann til að reka Maloney. Það var síðan fyrst vorið 1944 sem mál þetta fór fyrir dómstól en það endaði í farsa þar sem dómarinn dó og réttarhöldin ónýttust. 

 

Öllu auðveldara reyndist að loka Viereck inni. Þýski útsendarinn var árið 1942 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ekki skráð sig sem „fulltrúa framandi ríkisstjórnar“. Hann var látinn laus árið 1947 og bjó áfram í BNA allt þar til hann lést árið 1962. 

Lestu meira um spillta pólitíkusa í BNA 

Ana Radelat: How a U.S. Senator from Minnesota became a key player in a Nazi plot, 2023,

 

minnpost.com/national/2023/01/how-a-u-s-senator-from-minnesota-became-a-key-player-in-a-nazi-plot/

 

Rachel Maddow: Ultra, msnbc.com/rachel-maddow-presents-ultra, 2023 (podcast).

 

HÖFUNDUR: TROELS USSING

© Harris & Ewing/Wikimedia Commons, Shutterstock,© United States Post Office Department/Wikipedia,© Lovettsville Historical Society & Museum,© Underwood & Underwood/Wikimedia Commons

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is