Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Af hverju er húð ísbjarna svört?

Það er ekki vitað hvers vegna húð ísbjarna er svört undir hvítum feldinum. Um margra ára skeið héldu vísindamenn að þessi svarta húð drykki í sig útfjólubláa sólargeisla sem næðu í gegnum gagnsæ hár í feldinum og héldi þannig hita á dýrunum í heimskautafrostinu. En þessari kenningu hefur nú verið hafnað. Rannsóknir á ísbjarnarhárum hafa nefnilega sýnt að aðeins örlítið brot af geislum sólar nær í gegnum feldinn. Þessi örlitla geislun hefur enga þýðingu varðandi líkamshita dýrsins.

Ísbjörninn nýtir þannig ekki sólarhitann, heldur aðeins sinn eigin líkamshita sem varinn er af 7-11 sm þykku fitulagi ásamt þykkum og þéttum feldi, jafnvel þegar frost er mest. Einangrunin er svo áhrifarík að dýrin verða alveg svört þegar þau eru mynduð með innrauðri, hitasækinni filmu. Á myndunum sést aðeins andardrátturinn.

Subtitle:
Hjálpar svört húð ísbjörnum til að halda í sér hita úr sólargeislunum?
Old ID:
686
518
(Visited 17 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.