Skrifað af Efnafræði Náttúran

Af hverju sortnar silfur með tímanum?

Svo sem kunnugt er getur silfur orðið svart og því þarf maður reglubundið að fægja silfurmunina sína. Skýringin er sú að silfur er ekki jafn mikill eðalmálmur og gull. Hreinir eðalmálmar hafa þann eiginleika að mynda nánast alls ekki nein sambönd við efni í umhverfi sínu. Gull getur þannig haldist hreint öldum saman. Silfur telst líka eðalmálmur og hreint vatn eða loft hafa engin áhrif á það. En ef loftið er mengað t.d. af ósoni eða brennisteinsvetni hefur það áhrif á silfrið. Ef brennisteinsvetni kemst í snertingu við silfur, myndast silfursúlfíð, sem er svart að lit og við snertingu við óson myndast silfuoxíð, sem líka er svart. Þetta svarta lag má þó auðveldlega fjarlægja með fægiklút.

Eggjarétti ætti maður ekki að borða með silfurskeið, þar eð silfrið getur gengið í efnasamband við brennistein í egginu og það gefur óþægilegt bragð.

Subtitle:
Old ID:
806
624
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019