Skrifað af Efnafræði Náttúran

Af hverju valda Mentospillur stórgosi í kóki?

Þegar Mentos-töflur eru settar í gosflösku losnar mikið af C2O-gasi á örskömmum tíma. Pillurnar auka nefnilega hraðann á myndun loftbólna.

Þegar koltvísýringur sem uppleystur er í gosvatni, myndar loftbólur, þarf bólan að yfirvinna hina öflugu yfirborðsspennu sem er í vatni. Til að þetta geti gerst þarf loftbólan helst að myndast á örlítilli ójöfnu á innra borði ílátsins eða við óhreinindaörðu í vökvanum. Þegar mikil froða myndast í glasi með bjór eða gosi, má reikna með að glasið sé ekki alveg hreint.

Í Mentos-pillu eru ýmis efni sem draga úr yfirborðsspennu gosvatnsins. Það er sérstakt, arabískt gúmmí, unnið úr akkasíutré sem hefur þessi áhrif. Því meiri sem yfirborðsspenna verður í vökva, því auðveldara verður loftbólum að myndast. Við þetta bætist að yfirborð töflunnar er gróft og ójafnt og því kjörinn myndunarstaður loftbólna.

Hægt að er nota hvers kyns gosdrykki, en þar eð koltvísýringsmagn er mismikið í þessum drykkjum og önnur innihaldsefni skipta einnig máli, er talsverður munur á því hve öflugt gosið verður úr flöskunni. Tilraunir sýna að það er Coke light sem gefur tilkomumesta gosið.

Fyrirbrigðið hefur verið þekkt í allmörg ár, en varð fyrst alþekkt haustið 2005 þegar vísindafréttamaðurinn Steve Spangler sýndi þessa tilraun í vinsælum sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Þáttastjórnandinn á 9NEWS-stöðinni varð rennvotur af kóki og þegar atriðið var sett á netið, breiddist það hratt út bæði á bloggsíðum og með tölvupósti. Síðan hefur sama tilraun verið gerð á fleiri stórum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og meira að segja greint frá fyrirbrigðinu í Wall Street Journal.

Subtitle:
Ef maður setur nokkrar Mentos-töflur í stóra kókflösku myndast sannkallað stórgos upp úr flöskunni. Hvernig stendur á þessu?
Old ID:
621
459
(Visited 15 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.