Náttúran

Covid-faraldurinn eykur plastmengun sjávar

Segja má að kórónaveirufaraldurinn sé í þann veg að hrinda af stað örplastsfaraldri í hafinu. Þeir sem menga hvað mest eru sjúkrahúsin í Asíu, sem áttu þegar í mesta basli með losun úrgangs áður en Covid kom til sögunnar.

BIRT: 27/11/2021

LESTÍMI: 3 MÍNÚTUR

 

Kórónaveirufaraldurinn hefur valdið heimsbyggðinni allri ómældum kvölum undanfarin tvö ár.

 

Fyrir utan það að hafa kostað ógrynni mannslífa og fjármuna hefur heimsfaraldurinn einnig haft í för með sér alls 8,4 milljón tonn af aukalegum plastúrgangi, því heimsbyggðin öll hefur haft þörf fyrir varnir og verjur sem oftast er unnið úr plasti og er iðulega einungis ætlað til nota einu sinni.

 

Í lok árs er búist við að alls 11 milljónir tonna af aukalegum plastúrgangi hafi bæst í sjóinn.

 

Samkvæmt nýrri skýrslu mun um það bil 37.000 tonnum af úrgangi hafa verið komið fyrir í fljótum og ám, sem síðan renna til sjávar.

 

Vísindamenn beita háþróuðum hermi sem gefur til kynna að stór hluti örplastsins, sem úrgangurinn smám saman breytist í, eigi eftir að enda í Norður-Íshafinu. Þar kann úrgangurinn í versta falli að deyða ýmis sjávardýr og að valda miklum skaða á vistkerfum hafsins.

 

Langstærstur hluti þessarar auknu plastmengunar á rætur að rekja til sjúkrahúsa, en einkum er um að ræða plastsprautur, -hanska og –sloppa, sem ekki hefur verið fargað með ábyrgum hætti.

 

Þetta á einkum við í Asíu, þar sem heilbrigðisstarfsfólk átti þegar í mestu vandræðum með úrgang áður en heimsfaraldurinn skall á, en þar hafa sorpvinnslustöðvar engan veginn undan og skýrslan segir plastmengunina einmitt aðallega eiga rætur að rekja til sjúkrahúsa í Asíu.

 

Gríðarmikil plastmengun í sjónum

Grímur hafa verið sagðar vera helsti syndaselurinn þegar kemur að mengun sjávar í heimsfaraldrinum. Grímurnar innihalda mikið af plasti og ef þeim er ekki fargað með sorpi, komast þær leiðar sinnar út í sjó, þar sem plastið brotnar niður í örplast, sem skaðað getur sjávardýr og haft þær afleiðingar að eitur myndast í þeim svo okkur mönnum reynist hættulegt að borða þau.

 

Skýrslan í tölum

  • Kórónaveirufaraldurinn hafði leitt af sér á bilinu 7 til 9,8 milljón tonn af aukalegum plastúrgangi fram í ágústmánuð 2021

 

  • Áður en árið er á enda má búast við að magnið hafi aukist upp í 11 milljón tonn

 

  • Á bilinu 22,1 upp í 29,7 þúsund tonn af úrganginum munu berast til sjávar

 

  • Alls 71 hundraðshlutar af heildarmagninu er talið stafa frá úrgangi sjúkrahúsa

 

  • Persónuhlífar eiga einungis sök á 7,6 hundraðshlutum plastúrgangsins

 

  • Alls 46 hundraðshlutar þessa aukalega plastúrgangs í sjónum eiga rætur að rekja til Asíu

 

  • Evrópa á sök á 24 hundraðshlutum og Norður- og Suður-Ameríka samanlagt 22%

 

 

Þessi nýja skýrsla sýnir á hinn bóginn einnig að aðeins brot af plastúrganginum megi rekja til persónuhlífa. Mestallur úrgangurinn stafar frá sjúkrahúsum heimsins, sem losa plastið út í árnar, þaðan sem það svo berst áfram út í sjó.

 

Asísku sjúkrahúsin eru talin eiga mestu sökina, en sorpkerfi þeirra voru afar ófullkomin fyrir, áður en heimsfaraldurinn skall á og vísindamennirnir telja að stór hluti örplastsúrgangsins stafi frá þeim.

 

Norður-Íshafið er lokaviðkomustaðurinn

Örsmáar plastagnir munu dreifast víða með sjávarstraumunum, en rannsóknir vísindamanna segja þær munu enda ferð sína á einum eftirfarandi þriggja staða:

 

  • Á hafsbotni

 

  • Á strandlengjunni

 

  • Í og umhverfis Norður-Íshafið

 

Engin þessara staðsetninga er sérlega hentug fyrir sjávarumhverfið, því þar er allt í rusli fyrir og allur þessi úrgangur veldur truflun á sjávarlífríkinu.

 

Norður-Íshafið á einkum undir högg að sækja. Fyrri rannsóknir á ferðum plastúrgangsins í sjónum, einkum frá norðanverðu Kyrrahafi, hafa leitt í ljós að stór hluti þess lendir í hringstraumum Norður-Íshafsins, sem gegna hlutverki eins konar ármynnis.

 

Óæskilegt plastið er sérlega skaðlegt fjölbreyttu dýralífinu á svæðinu, sem einkennist einkum af mörgum hvala- og selategundum.

 

Vísindamennirnir að baki rannsókninni benda á að ef við ætlum okkur að bjarga bæði mannslífum og sjávardýrum út úr þeim þrengingum sem kórónaveirufaraldurinn orsakar, þá þurfi að koma fram snjallar lausnir í tengslum við losun úrgangs, þar sem einblínt verði í ríkara mæli á plastvandann.

 

 

Birt: 27.11.2021

 

 

Sören Steensig

 

 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is