Náttúran

Dægurflugan lifir hratt og deyr ung

Dægurflugur verja þremur árum ævinnar sem lirfur en síðan gerast hlutirnir hratt. Flugurnar hafa einungis örfáar klukkustundir til að breytast úr gyðlu í fullmótaða dægurflugu, finna maka og makast, auk þess sem kvendýrin verða að verpa eggjum áður en þær deyja.

BIRT: 04/11/2014

Tisza-fljótið rennur löturhægt yfir gresjur Ungverjalands í átt til Síberíu en ár hvert kviknar líf í ánni þegar þúsundir dægurflugna hefja sig til flugs frá ánni. Stærsta dægurflugan í Evrópu, Palingenia longicauda, hefur lifað sem gyðla á árbotninum í tvö til þrjú ár. Nú sveimar urmull af flugunum um í stóru geri en sumar þeirra hafa tyllt sér á trén á árbakkanum. Bæði kynin eru önnum kafin, því ævi fullorðnu dýranna er stutt.

 

Næstu klukkustundirnar einkennast af miklu annríki en á þeim er flugunum ætlað að hafa hamskipti í hinsta sinn, finna maka og eðla sig, auk þess sem kvenflugurnar eiga eftir að verpa eggjunum. Örfáum klukkustundum síðar er þessum darraðardansi lokið, því allar munu flugurnar hafa kvatt þennan heim áður en dagur rís á nýjan leik.

 

Dægurflugur hafa verið til í meira en 300 milljónir ára en um er að ræða elsta og frumstæðasta vængjaða skordýrið. Löng saga dægurflugunnar er í hrópandi ósamræmi við stutta ævi fullmótuðu skordýranna. Flestar tegundirnar, af þeim 2.500 tegundum sem fyrirfinnast, lifa skemur en sólarhring og sumar hverjar einungis í örfáar mínútur.

 

Allar tegundir lifa í snertingu við ósalt vatn. Gyðlurnar lifa á botni stöðuvatna eða áa, þar sem þær festa sig við steina, skríða á botninum ellegar grafa göng í leðjunni. Þarna naga dýrin dauðar plöntuleifar, skafa þörunga og bakteríur af steinum ellegar leggja sér til munns smádýr.

 

Gyðlurnar lifa á botninum og ganga í gegnum allt að þrjátíu gyðlustig, sem hvert og eitt einkennist af hamskiptum, þó svo að útlitið breytist sáralítið enda þótt dýrin í raun stækki. Að um það bil þremur árum loknum eru dýrin svo tilbúin til að yfirgefa vatnið.

 

Þegar gyðlurnar koma upp á yfirborðið ganga þær í gegnum breytingar og komast á eins konar unglingastig, sem er einkennandi fyrr dægurflugur. Húðin á bakinu rifnar og út úr gamla hamnum skríður skordýr með vængi.

 

„Nýja“ skordýrið er þakið örsmáum hárum sem hrinda frá sér vatni en fyrir vikið getur dýrið losað sig undan oki yfirborðsspennunnar og komist upp úr vatninu.

 

Þetta unglingastig er eitt af stystu æviskeiðum sem þekkt eru í heimi dýra. Dægurflugan flýgur beint upp á t.d. grein og þar á sér stað síðasta breytingin yfir í fullorðið, kynþroska skordýr. Á þessu stigi á dýrið aðeins eitt eftir ógert í lífinu, en það er að fjölga sér.

 

Fullvaxinni dægurflugu má í rauninni líkja við fleygt kynfæri. Munnur dýrsins er fullkominn, meltingarfærin fyllt með lofti og það nærist ekki. Karlflugan er gerð með það fyrir augum að finna sér maka.

 

Augun eru stór og gera karlflugunni kleift að koma auga á tiltæk kvendýr í ringulreið stórs flugnagers. Fremstu fæturnir eru útbúnir sérlegum krókum sem halda kvendýrinu kyrru á meðan dýrin makast. Karldýrin sleppa ekki takinu fyrr en dýrin hafa eðlað sig en að því loknu fljúga kvenflugurnar af stað til að verpa eggjunum og því næst deyja þær.

 
 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is