DNA steingervinga greint með nýrri aðferð

Þannig geta vísindamenn ákvarðað skyldleika útdauðra tegunda

Steingervingafræði

Kristallar með vel varðveittu erfðaefni í steinrunnum beinaleifum glæða nú vonir um að hægt verði að ákvarða skyldleika milli löngu horfinna dýra og manna af mikilli nákvæmni. Yfirleitt er erfðaefnið fljótt að brotna niður í rotnunarferlinu en nú hafa vísindamenn, m.a. hjá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael uppgötvað að erfðaefni finnst einnig í steinefnakristöllum sem myndast í beinum. Þessa kristalla er bæði að finna í beinum sem ekki hafa náð að brotna niður og steinrunnum beinum. Þessir kristallar standast afar vel áverka og eru þolnir gagnvart efnaferlum og erfðaefnið er því vel varið innan í þeim

Vísindamennirnir möluðu steinrunninn bein niður í fíngerðan salla og sem þeir síðan meðhöndluðu með natríumhýpóklóríði – afar kröftugu efni sem eyðileggur því nær allt lífrænt efni. Eftir þessa óblíðu meðhöndlun beinasallans gátu þeir tínt upp úr honum erfðaefni sem var nægilega heillegt til greiningar.

Uppgötvun erfðaefnis í þessum ódrepandi kristöllum boðar góð tíðindi fyrir steingervingafræðingana. Í fyrsta lagi sannar þetta að unnt er að finna og einangra DNA í steingerðum beinum og í öðru lagi er ljóst að þetta erfðaefni er alveg ómengað af erfðaefni úr öðrum lífverum, t.d. bakteríum. Þess háttar mengun sest utan á beinin og hverfur við þessa harkalegu meðhöndlun.

Nú telja vísindamennirnir að með nýju aðferðinni megi varpa ljósi á langferðir mannkyns og t.d. afla upplýsinga um útbreiðslu farsótta á grundvelli erfðaefnis í fornum beinaleifum.

(Visited 35 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.