Blý: Þungt og eitrað

Blý er þungur og eitraður málmur sem óverðskuldað hefur hlotið heiðurinn fyrir ágæti blýantsins.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Nafn: Blý – germanskt orð (litskrúðugt). Sætistala: 82 Efnatákn: Pb

 

Átti blý þátt í falli Rómarveldis?

Blý er þungur, mjúkur, mattur og silfurgrár málmur.

 

Blý hefur verið þekkt frá því í fornöld og hefur verið notað í marga mismunandi hluti, í sumum tilvikum með afar óheppilegum afleiðingum. Blý er nefnilega eitrað og getur skaðað miðtaugakerfið og orsakað heilaskaða hjá mörgum lífverum, safnist það upp í líkamanum.

 

Á miðöldum var það notað til að sæta vín en þetta leiddi til þess að margir þjáðust af dularfullum magaverkjum sem er dæmigert einkenni blýeitrunar.

 

Langtímaáhrif blýeitrunar geta leitt til ófrjósemi en það hefur mögulega átt sinn þátt í falli Rómarveldis, þar sem Rómverjar notuðu það í marga hluti, m.a. við matargerð. Vitað er að fæðingartíðni Rómverja var lág þrátt fyrir gott hreinlæti.

 

Lesið meira um lotukerfið

 

Í hvað er gull notað?

Ólíkt því sem margir ætla hafa blýantar ekkert með blý að gera. Á 16. öld töldu margir vissulega að það grafít sem menn notuðu til að skrifa með, væri enn ein gerð af blýi og því kölluðu menn það plumbago (latína: „minnir á blý“). En blý hefur aldrei verið notað til að skrifa með frá því á tímum Rómverja.

 

Blý er hins vegar notadrjúgt efni sem er m.a. notað til að verjast geislun og eins í skotfæri af ýmsu tagi. Blý er að finna í mörgum mismunandi málmblöndum og lágt bræðslumark þess gerir það heppilegt til að steypa hvers konar hluti án þess að hafa viðamikinn búnað.

 

Blý er þungt og því einnig heppilegt sem kjölfesta í t.d. skipum og beltum kafara og fjölmargt annað.

 

Myndband um blý

 

 

 

Birt: 22.11.2021

 

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

 

Lestu einnig:

(Visited 643 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR