Brennisteinn: Gulur og gagnlegur

Þefdýr geta þakkað frumefni númer 16 fyrir varnir sínar – en brennisteinn er einnig nauðsynlegur lifandi verum.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Nafn: Brennisteinn – úr sanskrít „sulvere“ eða latínu „sulfurium“.  Sætistala: 16: Efnatákn: S

 

Brennisteinn er gulleitt efni sem hefur verið þekkt frá fornu fari og er því þekkt heiti í flestum tungumálum heims.

 

Brennisteinn er 16. frumefnið í lotukerfinu og eins konar kameljón: Brennisteinn er að finna í yfir 30 mismunandi formum.

 

Í hvað er brennisteinn notaður?

Allar lifandi verur þurfa á brennisteini að halda og sérstaklega manneskjur: Brennisteinn er hluti af amínósýrunni meþíónín en án hennar gætu menn ekki lifað.

 

Brennisteinsefnasambönd eru auk þess „fæða“ gerla og allra þeirra lífvera sem anda að sér súrefni, þar sem brennisteinn er vegamikill þáttur í efnahvötum sem gera öndun mögulega.

 

Þar að auki hefur brennisteinn undraverða eiginleika til að mynda illa lyktandi efnasambönd. Ef það er vond lykt af einhverju í náttúrunni, þá á brennisteinn mögulega hlut að máli. Þefdýr nýta sér þrjú mismunandi brennisteinssambönd til að verjast rándýrum.

 

Brennisteinn skiptir sköpum fyrir efnahag jarðarbúa

Brennisteinn er þáttur í fjölmörgum brennisteinsefnasamböndum; í brennisteinssýru, í ótal ferlum í iðnaði og þetta merkilega frumefni skiptir sköpum fyrir efnahag heimsins: Segja má að lesa megi í þróunarstig landa með því að kanna hve mikið viðkomandi land notar af brennisteini.

 

Myndband: Brennisteinsnámur við eldfjallið Kawah Ijen, Indónesíu

 

Birt: 03.12.2021

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

Lestu einnig:

(Visited 248 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR