Kísill: Sandur, gler og flögur

Frumefni dagsins er kísill – ótrúlega magnað efni sem finnst í sandi og er notað m.a. til að framleiða gler og tölvuflögur.

LESTÍMI 1 MÍNÚTA

Nafn: Silicium – úr latínu silex eða silisis (tinna)
Sætistala: 14 Efnatákn: Si 

 

Kísill er gráleitur hálfmálmur sem segja má að fyrirfinnist aldrei í hreinu formi í náttúrunni en finnst í ótal efnasamböndum í bergtegundum og í nánast öllum plöntum. 

 

Litlu hárin á brenninetlum sem eru mjög sársaukafull ef maður snertir þau, samanstanda af kísildíoxíði. 

 

Tinna sem var ein af fyrstu hráefnunum sem menn notuðu við að framleiða verkfæri, samanstendur einnig af kísli og kísill er fyrirferðarmikill í sandi sem er meginuppistaðan í framleiðslu glers. 

 

Þá er kísill einnig notaður sem slípiefni enda er hann nánast eins harður og demantar. 

 

Lesið meira um lotukerfið

 

Myndband: Frá sandi yfir í kísil – svona framleiða menn tölvuflögur 

 

 

 

Birt: 17.11.2021

 

 

 

LARS THOMAS

 

 

Lestu meira:

(Visited 44 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR