Klór: Frá salti í eiturgas

Klór, frumefni nr. 17, sótthreinsar drykkjarvatn en hefur verið notað frá því í fyrri heimsstyrjöld sem skelfilegt eiturgas.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Nafn: Klór – eftir gríska orðinu chloros (grængult). Sætistala: 17 Efnatákn: Cl

 

Klór er grængul gastegund með afar ertandi lykt. Það er eitur fyrir lifandi verum og var notað sem eiturgas í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Klór er afar hvarfgjarnt, þ.e.a.s. myndar auðveldlega efnasambönd við önnur efni. Við stofuhita er klór gastegund sem auðvelt er að anda að sér. Það hvarfast við vatnsgufu í lungum og í augum og þar með myndast sýra sem getur verið afar ertandi og ætandi.

 

Þúsundir létu lífið í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni vegna árása með klórgasi.

 

Í hvað er klór notað?

Því miður er klór ennþá notað sem eiturgas en einnig í friðsamlegra endamiði, m.a. til að sótthreinsa drykkjarvatn og það hefur nánast útrýmt kóleru og taugaveiki í öllum stærri borgum.

 

Árið 1991 hættu yfirvöld í Perú að bæta klór í drykkjarvatnið því þau töldu það vera krabbameinsvaldandi. Þetta leiddi til tíu ára langrar kólerufarsóttar þar sem meira en ein milljón manna létu lífið.

 

Hversdagsleg notkun klórs er natríumklóríð eða venjulegt matarsalt (NaCL).

 

Myndband: Svona verður klór að eiturgasi

 

Birt: 20.12.2021

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

Lestu einnig:

(Visited 279 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR