Kvikasilfur: Fallegt en eitrað

Kvikasilfur er fágætur, fallegur og eitraður fljótandi málmur sem er m.a. notað til að vinna gull.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Nafn: Kvikasilfur – úr þýsku quicksulver (lifandi silfur) Sætistala: 80 Efnatákn: Hg 

 

Frumefni númer 80 í lotukerfinu er kvikasilfur en það er eini málmurinn sem er fljótandi við stofuhita. 

 

Kvikasilfur er eitrað í nánast öllum efnasamböndum og formum sem það finnst í. Engu að síður hefur það verið notað sem lyf við alls konar kvillum, allt frá húðsjúkdómum til kynsjúkdóma, einkum sárasóttar, þar sem meðferðin gat samt verið jafn óþægileg og sársaukafull og sjúkdómurinn.

 

Það var fyrst árið 1759 sem menn uppgötvuðu að kvikasilfur gæti verið í föstu formi ef það væri kælt nægilega mikið niður. 

 

Í hvað er kvikasilfur notað? 

Kvikasilfur var áður notað til að vinna gull, þar sem það er eitt af fáum efnum sem hvarfast við gull. Í ferlinu myndast málmblanda og þessu næst má ná gullinu út með því að sjóða kvikasilfrið burt. 

 

Því miður myndast kvikasilfursgufa sem er afar eitruð og kvikasilfur er jafnan afar skaðlegt fyrir umhverfið.

 

Stærri gullnámufyrirtæki hafa því hætt við þessa aðferð en á mörgum stöðum í heiminum nota gullgrafarar það ennþá og menga umhverfið mikið. 

 

Áður fyrr notuðu menn einkum kvikasilfur til að lækna sárasótt og holdsveiki. Kvikasilfur var einnig notað í fyllingar tanna hjá tannlæknum. 

 

Kvikasilfur er notað núna m.a. í hitamæla og loftvogir til að mæla þrýsting og í sumar gerðir ljósapera. 

 

Myndband: Sjáið kvikasilfur leysa upp gull 

Einn af ótrúlegum eiginleikum kvikasilfurs er að það er eitt af fáum efnum sem hvarfast við gull. Hér gefur að líta dropa af kvikasilfri leysa upp gull – eða er það gullið sem leysir upp kvikasilfrið? 

 

 

 

Birt: 27.11.2021

 

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

 

Lestu einnig:

(Visited 485 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR