Vetni: Útbreiddasta frumefni alheims

Vetni er útbreiddasta frumefnið í alheimi og miklar vonir bundnar við það í orkuskiptum framtíðar. Hér má sjá nokkrar leiðir til að nýta það.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Hvað er vetni? 

Vetni er litarlaust og lyktarlaust eldfimt gas. Vetni er útbreiddasta frumefni alheims og ætlað er að um 88% af öllum atómum í alheimi séu vetnisatóm. 

 

Vetni hefur sætistöluna 1 í lotukerfinu og efnatákn þess er H. 

 

Vetnisatóm samanstendur af einni róteind og einni rafeind. Þetta er einfaldasta atómið af öllum og því hefur það gegnt mikilvægu hlutverki í þróun kjarnorkuvísinda. 

 

Vetni er afar einfalt efni án sérstakra eiginleika en í sambandi við önnur frumefni getur það myndað mörg merkileg efnasambönd. 

 

Eitt það merkilegasta er H2O (vatn) sem ætti að vera gastegund við stofuhita og sem ólíkt flestum öðrum efnum þenst út þegar það frýs. Það stafar af sérstökum tengingum milli vetnisatóma í vatnssameindum sem verða til þess að rúmtak þeirra verður meira í köldu ástandi. 

 

Í hvað er vetni notað? 

Vetni hefur um margra ára skeið verið notað í iðnaði fyrir eldflaugahreyfla, loftbelgi og þess háttar. En vetni kann að gegna mun veigameira hlutverki í framtíðinni, t.d. í orkuskiptunum. 

 

Þetta stafar af getu vetnis til þess að bera orku. Með rafgreiningu má kljúfa vatn í vetni og súrefni með því að bæta við orku í formi rafmagns. Þannig má varðveita orkuna úr rafmagninu í vetnissameindunum. 

 

En losa má einnig slíka orku í t.d. efnarafölum þar sem vetni er breytt í vatn og rafmagn. Þetta má t.d. nýta í vetnisbílum. 

 

Vetnisbíll er knúinn af rafmótor sem fær straum í gegnum efnarafal í staðinn fyrir rafhlöðu. Vetnisbíllinn er heppilegur og umhverfisvænn kostur fyrir andrúmsloftið miðað við venjulega bíla sem eru knúnir með jarðefnaeldsneyti og menga með CO2. 

 

Myndband: Meira um vetni 

 

 

Birt: 21.12.2021

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

 

Lestu einnig:

(Visited 274 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR