Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran Þróun lífsins

Eignast dýr líka samvaxna tvíbura?

Samvaxnir tvíburar eru ekki óþekkt fyrirbrigði í dýraríkinu. Oftast sést þetta meðal húsdýra og í dýragörðum. Ástæða þess er þó líklega sú að þessi dýr eiga litla lífsmöguleika úti í villtri náttúru. Undantekningar finnast þó. Í september árið 2005 fannst ung tvíhöfða skjaldbaka á Kúbu. Þessi skjaldbaka var vandlega rannsökuð af sérfræðingum sædýrasafns í nágrenninu og reyndist fullfrísk og heilbrigð og hafði greinilega náð að lifa eðlilega.

Af einhverjum ástæðum eru samvaxnir tvíburar algengastir meðal skriðdýra. Ekki kunna vísindamennirnir þó neina skýringu á þessu. Yfirleitt er samvöxturinn ekki mjög alvarlegs eðlis. T.d. eru þekkt fjölmörg dæmi um tvíhöfða slöngur og tvíhöfða skjaldbökur. Yfirleitt hafa höfuðin hvort sinn heila en líffæri líkamans eru sameiginleg. Þessi þétta tenging kemur þó ekki í veg fyrir að höfuðin tvö sláist um matinn, sem auðvitað getur orðið til vandræða.

Húsdýr, svo sem hestar, kýr og kindur geta einnig eignast tvíhöfða afkvæmi og í sumum tilvikum með fleiri en fjóra fætur. Meðal fugla er á hinn bóginn algengara að aðskilnaður verði í aftari hluta líkamans. T.d. er ekki óalgengt að sjá hænu- eða andarunga með fleiri fætur en tvo.

Subtitle:
Það kemur fyrir meðal manna að tvíburar fæðist samvaxnir. En gerist þetta líka meðal dýra og geta þau þá lifað af þrátt fyrir þessa vansköpun?
Old ID:
306
183
(Visited 22 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.