Skrifað af Jarðfræði Loftlag og umhverfi Náttúran

Er ójafnvægi í þyngd hnattarins?

Vissulega mætti ætla að hin ójafna skipting þurrlendis og hafsvæða ylli því að norðurhluti hnattarins væri þyngri en suðurhlutinn. En reyndar heldur jörðin sér í ágætu þyngdarjafnvægi. Ástæðuna nefna jarðfræðingar flotjafnvægi eða „isostasy“.

Þegar fellingafjöll myndast eða meginland færist til safnast um leið upp mikið berg á ákveðnum stað. Þungi bergsins ryður öðrum efnum frá sér en það gerist á miklu dýpi, að líkindum 100-350 km dýpi þar sem bergkvikan er fljótandi. Þannig jafnast út aukinn þungi jarðskorpunnar þar sem hún er þykkust. Ísaldirnar eru einkum gott dæmi um flotjafnvægi. Á síðustu ísöld mynduðust ógnarlegir jöklar á norðurhveli, svo þungir að land undir þeim sökk niður á við um mörg hundruð metra. Þegar ísaldarjöklarnir bráðnuðu og þungi þeirra hvarf, færðist kvika í möttlinum til baka og við það lyftist landið aftur.

Subtitle:
Þurrlendi á jörðinni er nokkuð samþjappað á norðurhveli og berg er mun þyngra en vatn. Er norðurhvel jarðar þar af leiðandi þyngra en suðurhvelið?
Old ID:
1012
829
(Visited 3 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.