Eru epli og rósir af sömu ætt?

Eplið og rósin tilheyra reyndar sömu plöntuættinni, nefnilega rósaætt, sem á latínu kallast Rosaceae. Þetta er stór ætt og henni tilheyra 3-4 þúsund tegundir, ýmist jurtir, runnar eða tré. Auk rósa og epla má t.d. nefna jarðarber og kirsuber.

Þótt allar þessar plöntur virðist afar ólíkar hver annarri, hafa þær ákveðin sameiginleg einkenni, sem grasafræðingar leggja áherslu á þegar þeir ákvarða skyldleika plantna. Flestar plöntur af þessari ætt hafa t.d. blöð á stilkum sem ekki sitja andspænis hver öðrum á stilknum eða greininni. Það er líka dæmigert að krónublöðin séu fimm og bikarblöðin sömuleiðis fimm talsins. Þau eru oftast græn og sitja undir krónublöðunum. Í blóminu eru líka yfirleitt margir frævlar.

Rósaætt skiptist í fjórar undirættir sem áður voru taldar alveg aðskildar ættir. Rósir og jarðarber eru af sömu undirætt, epli af annarri og kirsuberin af þeirri þriðju, svo nokkuð sé nefnt. „Gamall“ grasafræðingur myndi sem sagt svara því til að rósir og epli væru ekki af sömu ætt, en nú teljast sem sagt fjórar áður sjálfstæðar ættir allar vera undirættir rósaættarinnar.

Subtitle:
Mér hefur verið sagt að epli og rósir séu af sömu ætt. Er það rétt?
Old ID:
785
603
(Visited 12 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.