Eru sæanímónur virkilega dýr?

Sæanímónur teljast vissulega dýr og ástæðan er sú að þær búa yfir margvíslegum eiginleikum sem þekkt eru meðal dýra en ekki plantna. Þótt fullvaxnar sæanímónur séu kyrrar á sama stað mest alla ævina, geta þær flestar flutt sig úr stað og lirfurnar geta lagt að baki talsverða vegalengd áður en þær setjast um kyrrt og hefja fullorðinstilveru sína. Á þessum tíma verður mikil breyting á dýrunum og þau breytast úr lirfum í stikla. Engar plöntur ganga í gegnum breytingar af þessu tagi, heldur einungis sum dýr. Lirfurnar notast við eins konar frumstæða vöðva til að hreyfa sig og fullvaxta sæanímónur hafa vöðva sem skapa hreyfigetu fálmaranna. Engar plöntur hafa vöðva.

Eins og öll önnur dýr lifa sæanímónur á því að éta aðrar lífverur. Ránplöntur fá vissulega einnig mikilvæga næringu úr bráð sinni, en í samanburði við sæanímónur skortir ránplönturnar innra hólf til að brjóta niður fæðuna. Í sæanímónum er allstórt holrúm, eins konar magi, þar sem fæðan er brotin niður. Meltingin er þó afar frumstæð í samanburði við mörg önnur dýr og úrgangsefni úr fæðunni fara út um sama op og fæðan kemur inn. Þannig er þetta op í senn munnur og endaþarmur. Loks sýna svo DNA-rannsóknir að sæanímónur eru skyldari dýrum, svo sem marglyttum, en plöntum.

Subtitle:
Sæanímónur virðast vera plöntur en mér er sagt að þær séu dýr. Hver er eiginlega munurinn á plöntum og dýrum?
Old ID:
677
510
(Visited 8 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.