Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Faðir bóluefnisins afhjúpaði gaukinn

Breski læknirinn Edward Jenner tryggði sér sess í mannkynssögunni þegar honum tókst að gera fólk ónæmt fyrir bólusótt með bóluefni árið 1796. En reyndar hafði hann vakið athygli þegar árið 1788 og þá á allt öðru sviði – þegar hann afhjúpaði atferli gauksunga.

Náttúrufræðingar hafa alltaf haft áhuga á gauknum þar eð hann verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla. Lengi var talið að foreldrar gauksungans veltu öðrum ungum eða óklöktum eggjum úr hreiðrinu. En með þolinmóðu athugunastarfi og eftir fjölmargar tilraunir gat Jenner slegið því föstu að gauksunginn sjálfur væri skúrkurinn. Hann sá hvernig gauksunginn notaði afturendann og dæld milli vængjanna til að troða sér undir egg eða unga, strax á fyrstu dögum ævi sinnar, og ýtti þeim yfir hreiðurbarminn. Þetta endurtekur gauksunginn þar til hann er einn eftir í hreiðrinu. Síðan fóðra fósturforeldrarnir hann einan. Dældin milli vængjanna er horfin þegar unginn er 12 daga gamall.

<ð>Ritgerð Jenners mætti miklum efasemdum meðal vísindamanna og það leið nokkuð á aðra öld þar til niðurstöður hans voru endanlega staðfestar. Það gerðist eftir 1920, þegar ljósmyndir og kvikmyndir sýndu endanlega fram á bolabrögð gauksungans.

Subtitle:
Old ID:
1132
950
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019