Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Finkur velja kyn unganna

Kvenfuglar ástralskrar finkutegundar kjósa sér helst maka með sama höfuðlit og kerlurnar bera sjálfar. Með því móti næst heppilegast samræmi erfðavísa. Hafi karlfuglinn annan höfuðlit bitnar lakari samsetning genanna einkum á kvenkyns ungum, en 80% þeirra verða skammlífir. Kerlurnar geta þó látið krók koma á móti bragði. Þegar þær velja sér maka með annan höfuðlit, geta þær sem sé eignast fleiri karlkyns unga.

Í tilraun við Macquarie-háskóla lituðu vísindamenn höfuð karlfuglanna þannig að kvenfuglarnir álitu þá óheppilega maka. Úr eggjunum komu 72% fleiri karlkyns ungar, þótt karlfuglinn væri í rauninni heppilegur maki.

Subtitle:
Old ID:
813
631
(Visited 19 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.