Skrifað af Jarðfræði Náttúran

Fínn sandur skapar rétt umhverfi

Þegar menn reisa þéttbýli eða verksmiðjur er ám og lækjum iðulega beint í alveg beinan farveg, bæði dýra- og plöntulífi til mikils skaða. Nú hafa vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla í Berkeley byggt líkan sem sýnir hvernig unnt er að endurskapa eðlilegan vatnsfarveg. Líkanið er 17 x 6 metrar og hallinn rétt nægur til að vatn renni. Bakkarnir eru gerðir úr sandi og refasmáraspírum sem notaðar eru til að líkja eftir trjám.

Vísindamennirnir grófu gjá í sandinn og settu sveigju þar sem vatnið rennur inn. Svo fylgdust þeir með því í 136 tíma hvers konar farveg vatnið skapaði. Tilraunin sýndi m.a. að til að ár bugðist eðlilega þarf fíngerðan sand og sterkan gróður á bökkunum.

Subtitle:
Old ID:
1032
849
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.