Fljótandi kristallar valda glóð á bjöllu

Aðferð úr náttúrunni gæti nýst í nýjum flatskjám

Málmgrænn litur bjöllunnar Chrysina gloriosa, af ættinni Scarabaeiadae, stafar af einstæðum frumum í ytri stoðgrind dýrsins.

 

Vísindamenn hjá Tæknistofnun Georgíu í Bandaríkjunum hafa komist að því að frumurnar eru fljótandi og minna mjög á manngerða, fljótandi kristalla.

 

Þessar kristalsfrumur eru fimm- sex- eða sjöhyrndar og fjöldinn í ákveðnum punkti ræðst af sveigju skjaldar bjöllunnar á hverjum stað. Ástæða þess að kristallarnir eru svo mismunandi að það er erfitt að raða nákvæmlega eins kristöllum mjög þétt saman. Vísindamennirnir telja að mismunandi form stafi af snertingu hinna fljótandi kristalfrumna við loftið og þessi snerting afmyndi frumurnar og skapi þannig mynstrið.

 

Það eru þessi mismunandi form sem veita bjöllunni hina sérstöku, grænleitu áferð. Í sérstakri smásjá hafa vísindamennirnir uppgötvað að bygging skjaldarins hefur sérstakt spíralform sem ekki endurkastar ljósi nema það sé skautað á sama hátt og spíralformið. Frekari greiningar hafa sýnt að mynstrið endurvarpar aðeins tvenns konar ljósi, grænu ljósi á bylgjulengdinni 530 nanómetrar og gulu ljósi á bylgjulengdinni 580 nanómetrar. Þannig fær skjöldur bjöllunnar málmgrænan blæ.

 

Vísindamennirnir vita ekki til hvers bjallan notar litinn. Hann gæti skipt máli við mökun eða kannski virkað ógnvekjandi á rándýr. En hver sem ástæðan er, getur þessi nýja vitneskja um samsetningu kristallanna og verkun, nýst mönnum í öðru samhengi, t.d. við að búa til betri flatskjái.

(Visited 26 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR