Froskar verja sig með klóm

Líffræði

Þau rándýr í Mið-Afríku sem leggja sér froska til munns, mega stundum gera ráð fyrir óvæntri ógn. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að 11 undirtegundir af ættunum Astylosternus, Tricobatracus og Scotobleps geta varið sig með klóm sem í nauðvörn er stungið út í gegnum húðina. Það er hópur vísindamanna við Harvard-háskóla sem rannsakað hefur þessa froska, en þeir þykja m.a. mikið lostæti í Kamerún. Þeir eru veiddir með löngum spjótum eða jafnvel skotnir til að veiðimennirnir komist hjá snertingu við klærnar, sem eru nógu öflugar til að rífa göt á mannshúð. Einn vísindamannanna fékk að reyna það á eigin skinni, hversu óþægileg snertingin er, þegar hann greip upp frosk til að rannsaka.

Klærnar eru að því leyti ólíkar hefðbundnum klóm, að þær eru aðeins gerðar úr beini en í þeim er ekkert af hinu trefjamyndandi prótíni keratíni. Öfugt við t.d. kattarklær sem dýrið dregur inn í sérstakt hulstur, eru klær froskanna einfaldlega huldar húð. Klærnar eru á tánum og froskarnir virkja þær með sérstökum vöðva.

Nú hyggjast vísindamennirnir rannsaka hvernig húðin grói eftir að froskar hafa beitt klónum.

Subtitle:
Vísindamenn uppgötva beitt vopn undir húð margra froska
Old ID:
660
494
(Visited 19 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.