Heilabú manna stækkaði á ísöld

Þegar loftslag fór kólnandi gat mannsheilinn loks stækkað.

Heilabú frummanna fór skyndilega stækkandi þegar kólnaði í veðri og það var þá sem forfeður okkar þróuðust og urðu að Homo sapiens, hinum viti borna manni.

 

Fyrir 2,5 milljónum ára voru aðstæður nákvæmlega réttar og leiddu til stækkunar heilans, segja vísindamenn hjá Howard-háskóla í Washington DC og Max Planck-lífefnastofnuninni í Jena.

 

Fram að þessum tíma var loftslag á hnettinum um 2 gráðum hærra en nú og það gerði stórum heila ógerlegt að losna við hitann. Heilinn gat því ekki orðið stærri en svo sem 600 rúmsentimetrar án þess að ofhitna, segja vísindamennirnir.

 

Útreikningar þeirra sýna að hitalækkun um aðeins 1,5 gráður gerði heila hins frumstæða Homo habilis – sem þá var uppi – kleift að losa sig við meiri hita og stækka upp í um 1.000 rúmsentimetra, en heilinn í Homo erectus, sem kom fram nokkru síðar og var mun þróaðri tegund, var einmitt af þessari stærð.

 

Það má þó ekki líta á kaldara loftslag sem orsök þess að mannsheilinn tók að stækka. Grundvallarástæðuna er áfram að finna í þróuninni og þeirri staðreynd að stærri heili gerði frummönnum auðveldara að komast af. Kólnandi loftslag gerði þessa þróun hins vegar mögulega.

 
 
(Visited 112 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR