Hvað er þungt vatn?

Hvað merkir eiginlega „þungt vatn“? Er það hættulegt mönnum og er það í raun og veru þyngra en venjulegt kranavatn?

Tækni

Lestími: 2 mínútur

Hvað er þungt vatn?

Þungt vatn er frábrugðið venjulega vatni að því leyti að í stað venjulegs vetnis er í því svokallað þungvetni. Í vetniskjarna er einungis ein róteind en í þungvetniskjarna bæði róteind og nifteind.

 

Þungvetniskjarninn er nifteindinni þyngri en vetniskjarni. Þungt vatn vegur af þessum sökum um 10% meira en venjulegt vatn – og af því stafar nafnið „þung vatn“.

 

Þungt vatn er líka í venjulegu vatni

Á máli efnafræðinnar táknar H2O venjulegt vatn en D2O er notað um þungt vatn. D stendur fyrir Deuterium eða þungvetni. Það er enginn sjáanlegur munur á þessum tveimur vökvum og í venjulegu vatni er reyndar dálítið af þungu vatni.

 

Í vatnsuppsprettum eru yfirleitt ein þungvetnisfrumeind á móti hverjum 6000-7.000 vetnisfrumeindum.

 

Má drekka þungt vatn?

Það hefur engin áhrif að drekka lítilræði af þungu vatni, en ef þú drekkur mikið magn af þungu vatni getur það haft áhrif á frumurnar og orðið líkamanum skaðlegt.

 

Það væri yfirleitt banvænt bæði fyrir menn og önnur spendýr ef þriðjungur af öllu vatni í líkamanum væri þungt vatn. Sumir þörungar lifa aftur á móti vandræðalaust í þungu vatni.

 

Þungt vatn hefur aðra eiginleika en venjulegt

Vegna þess munar sem er á byggingu vatns og þungs vatns eru eiginleikarnir líka mismunandi. Þungt vatn frýs t.d. strax við 3,8 gráður en sýður ekki fyrr en við 101,4 °C.

 

Þungt vatn er unnt að framleiða á ýmsa vegu, m.a. með rafskautun.

 

Þungt vatn í kjarnakljúfum og stríðsrekstri

Þungt vatn er áhrifaríkt í kjarnakljúfum þar sem það dregur úr hraða nifteindanna.

 

 Í seinni heimsstyrjöld gegndi þungt vatn lykilhlutverki í kjarnorkuvopnarannsóknum nasista. Það var þess vegna sem stöð Norsk Hydro í Rjukan i Noregi var eyðilögð. Í stöðinni var framleitt þungt vatn og aðgerðin gekk undir heitinu Operation Gunnerside.

 

(Visited 738 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.