Hve heit getur stjarna orðið?

Hitastig inni í kjarna stærstu stjarnanna getur orðið margir milljarðar stiga, en þegar talað er um hitastig stjarna er reyndar yfirleitt átt við yfirborðshitann. Og á yfirborðinu er hitametið um 200.000 gráður sem er um 35-faldur yfirborðshiti sólarinnar.

Hin heita stjarna HD62166 er hvítur dvergur sem vegna hás hitastigs skín 250-falt bjartar en sólin. Hvítur dvergur myndast þegar stjarna á borð við sólina er búin að nota öll létt frumefni í kjarnasamruna. Eftir að hafa um tíma þanist út sem rauð risastjarna fellur hún saman og endar sem ofurþétt og mjög heit hvít dvergstjarna sem ekki er stærri um sig en jörðin.

(Visited 29 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.