Skrifað af Efnafræði Náttúran

Hvernig er kandífloss búið til?

Kandífloss samanstendur einvörðungu úr sykri og litarefnum og er einfalt í framleiðslu með réttum tólum. Í miðju kandífloss – vélar er hellt sykri í skál, hann er síðan hitaður upp þar til sykurinn breytist úr að vera kristallaður í fljótandi form. Þegar skálinni er snúið þrýstist fljótandi sykur í gegnum fjölda lítilla gata. Um leið og sykurinn kemst í snertingu við loftið kólnar hann, en fær ekki tíma til að ná kristalformi sínu að nýju heldur myndar þess í stað hina vel þekktu sykurþræði.

Í stærri skál safnast sykurþræðirnir meðfram brúninni og þegar pinna er stungið þar niður klístrast sykurþræðirnir á pinnann og innan stundar er kandíflossið tilbúið.

Helli maður vatni yfir það leysast sykurþræðirnir upp og sjá má að kandífloss samanstendur af tveimur matskeiðum sykurs.

Subtitle:
Old ID:
533
377
(Visited 30 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.