Skrifað af Jarðfræði Náttúran

Hvernig myndast goshver?

Í goshver verða miklar gufusprengingar, sem með reglulegu millibili skjóta vatns- og gufustrók upp úr jörðinni. Strókurinn getur orðið mjög hár, jafnvel allt að 100 metrar.

Drifkrafturinn felst í miklum jarðhita sem aftur stafar frá hraunkviku á litlu dýpi, oft 4-5 km. Flestir goshverir eru þess vegna á svæðum þar sem jarðskorpuflekar mætast og bráðið hraun streymir upp úr möttlinum. Að auki þurfa að vera sprungur í berginu ofan við hraunkvikuna. Um þessar sprungur rennur grunnvatnið og kemst í snertingu við kvikuna. Í holrúmum nær yfirborðinu eykst þrýstingur til mikilla muna þegar sjóðandi vatn og gufa leitar upp og þegar þrýstingurinn nær ákveðnu hámarki þrýstist vatnið af ógnarafli upp á yfirborðið og hverinn gýs.

Hér skiptir miklu máli að suðumark vatns hækkar með auknum þrýstingi. Vatnsfyllt holrúm virkar eins og þrýstisuðupottur og vatnið getur orðið meira en 100 stiga heitt áður en það fer að sjóða. Þegar vatnið sýður þrýstist hluti þess um sprungur upp úr holrúminu. Við það lækkar þrýstingurinn og suðumark vatnsins lækkar líka. Við það umbreytist það sem eftir er af vatninu í gufu, en eðlilegt rúmmál vatnsgufu er 1.600 sinnum meira en rúmmál vatns. Þetta veldur því að gufa og sjóðandi vatn spýtast af miklu afli upp úr goshvernum og hátt í loft upp. Gosið stendur þangað til holrúmið er tómt eða þrýstingur hefur fallið nægilega mikið til að gosið stöðvist.

Geysir í Haukadal er heimsþekktur, en gýs ekki lengur ótilkvaddur. Þekktasti, virki goshverinn er nú líklega „Old Faithful“ í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Subtitle:
Goshverir eru tilkomumikil sjón. Hvernig myndast þeir?
Old ID:
1044
861
(Visited 52 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.