Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Hvers vegna eru laufblöð tennt?

Blöðin eru eins konar sólfangarar og í þeim fer ljóstillífunin fram að mestu leyti. Til hennar nota plönturnar koltvísýring sem laufblöðin drekka m.a. í sig gegnum kantana. Tennurnar stækka þannig þetta innsogssvæði. Flestir grasafræðingar eru þeirrar skoðunar að tennurnar skapi lauftrjám ábata á vaxtarskeiðinu og vísindamenn við Pennsylvaníu-háskóla hafa einmitt nýlega fært sönnur á þetta. Þeir sýndu fram á að tré sem bera tennt laufblöð ná jafnframt áhrifaríkari ljóstillífun.

Það er líka einkennandi að fleiri trjátegundir hafa tennt blöð á svalari slóðum þar sem vaxtartímabilið er stutt. Og þetta hafa menn reyndar nýtt sér til að ákvarða loftslag á ýmsum liðnum tímum – með því að athuga hve stór hluti steingerðra laufblaða voru tennt.

Subtitle:
Flest laufblöð eru með fíngerð vik á jöðrunum. Er ástæðan þekkt?
Old ID:
351
211
(Visited 14 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019