Hversu öflugir geta jarðskjálftar orðið?

Jarðskjálftar stafa af hreyfingum jarðskorpuflekanna og styrkur þeirra er mældur á svonefndum Richterkvarða.

Harðasti jarðskjálfti sem hingað til hefur mælst, varð í Chile árið 1960 og mældist 9,5 á Richter. Jarðskjálftinn í Indlandshafi 2004, sá hinn sami og leiddi af sér hina mannskæðu flóðbylgju, var 9,3 og því einnig meðal allra öflugustu skjálfta. Jarðskjálftar á bilinu 8-10 á Richter eru sjaldgæfir og verða naumast fleiri en einn á ári. Flestir vísindamenn telja að skjálftar geti tæpast farið langt yfir 9. Erfitt er þó að spá um styrk jarðskjálfta, enda ræðst hann af ýmsum þáttum sem örðugt er að greina nákvæmlega, svo sem eiginleikum jarðskorpunnar á skjálftastaðnum og á hve stóru samfelldu svæði skjálftinn verður.

Fræðilega séð geta jarðskjálftar þó sem best orðið stærri og á Richterskalanum eru heldur engin efri mörk. En til að jarðskjálftar fari yfir 10 á Richter þarf trúlega meira til en hreyfingar jarðskorpunnar. Stórir loftsteinar hafa skollið á jörðinni og þeir stærstu gætu hafa valdið enn kröftugri jarðskjálftum.

Subtitle:
Mér er sagt að á Richterskalanum séu engin efri mörk fyrir það hversu harðir jarðskjálftar geta mælst. Er þetta rétt?
Old ID:
1275
1094
(Visited 105 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.