Illgresi mengar loftið

Yfirleitt tengir maður gróskumiklar plöntur við hreint og ferskt loft en nú hefur komið í ljós að tiltekin gerð illgresis mengar loftið. Þetta er kuji-baunin, sem dreifist eins og plága um Suðurríki BNA þar sem hún vex yfir tré og runna.

Plantan tekur köfnunarefni úr loftinu og gefur frá sér mikið magn köfnunarildis sem er forstig ózons. Meðan ózon er gagnlegt hátt uppi í veðrahvolfinu, þar sem það myndar verndandi síu gegn útfjólubláum geislum sólar, er það eitrað í neðri lögum lofthjúpsins því lofttegundin getur skaðað lungnavefi og m.a. leitt til astma. Vísindamenn hafa sýnt að plantan getur fjölgað dögum þar sem ósonmagnið eykst um allt að 35%. Margt bendir til að kuji-baunin njóti góðs af gróðurhúsaáhrifum og muni breiðast enn frekar út. Afleiðingar hnattrænnar hlýnunar geta því orðið verri en óttast er, þar sem þær munu óbeint leiða til aukinnar ózonmengunar í lofti.

Subtitle:
Old ID:
1303
1122
(Visited 25 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.