Skrifað af Dýr og plöntur Líffræði Náttúran

Könguló spinnur af útsjónarsemi

Líffræði

Köngulóarvefir eru iðulega gerðir af mikilli útsjónarsemi og sumar tegundir leggja að auki mikla vinnu í mynstur og aðrar skreytingar. Það hefur fram að þessu verið óljóst hvers vegna köngulærnar spinna slík mynstur sem óneitanlega gera vefina mun sýnilegri en ella. En nú hafa vísindamenn á Taívan fundið hugsanlega skýringu.

Í skógsvæði einu á Taívan settu vísindamennirnir upp tökuvélar við 56 skreytta vefi og 59 óskreytta. Þegar þeir skoðuðu upptökurnar kom í ljós að vefir með áberandi mynstri drógu að sér 60% fleiri veiðidýr en óskreyttir vefir.

Á móti kom hins vegar að 18 geitungar, sem fóðra unga sína á köngulóm, höfðu ráðist á köngulær meðan þær voru á ferli um vef sinn. Tveir þriðju þessara árása voru gerðar á skreytta vefi. Þetta telja vísindamennirnir sýna að skreyttir vefir dragi einnig að sér rándýr. Þetta gæti skýrt hvers vegna margar köngulær kjósa að skreyta vefi sína ekki. Ókostirnir eru einfaldlega meiri en kostirnir.

Subtitle:
Old ID:
564
407
(Visited 18 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.