Skrifað af Dýr og plöntur Líffræði Náttúran

Köttur sem lýsir í myrkri

Líffræði

Nú er hægt að fá sér kött sem lýsir í myrkri. Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað tvo ketti og bætt í þá geni sem veldur sjálflýsandi, rauðleitum bjarma í myrkri.

Vísindamennirnir tóku húðfrumur úr hvítum, tyrkneskum angóraketti og einangruðu genið sem kóðar fyrir sjálflýsandi prótíninu. Að þessu loknu var frumukjörnunum komið fyrir í eggfrumum 11 læðna. Tveimur mánuðum síðar fæddust tveir heilbrigðir kettlingar og þegar þeir náðu tveggja mánaða aldri gátu vísindamennirnir séð sjálflýsandi rauðum bjarma stafa frá öllum líkamanum, þegar útfjólubláu ljósi var beint að þeim. Þetta segja vísindamennirnir ryðja brautina fyrir fleiri genabreytingum á köttum í þeim tilgangi að sérhanna dýr, t.d. með tilliti til mannasjúkdóma.

Subtitle:
Old ID:
612
451
(Visited 20 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.