Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Krossfiskar með eigin hitastilli

Krossfiskurinn Pisaster ochraeus á við vanda að etja. Þegar sjór fellur út lendir hann í sólskini sem getur þurrkað upp vökvann úr líkamanum. Vísindamenn, m.a. hjá Suður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að Pisaster, sem lifir við vesturströnd Norður-Ameríku, hefur þróað krók á móti bragði. Dýrið fyllir hólf í örmunum með köldum sjó, sem viðheldur kælingu í líkamanum. Sjórinn lækkar líkamshitann um 4 gráður og það dugar til að koma í veg fyrir ofþornun.

Þessi upptaka vatns er hlutfallslega mjög mikil og samsvarar því að sögn vísindamannanna að maður drykki 7 lítra af köldu vatni.

Þetta er í fyrsta sinn sem menn hafa fundið hitastillingu í þessum dúr og vísindamennirnir hyggjast nú rannsaka hvort aðrar tegundir krossfiska, sem lifa við svipuð skilyrði, nýti sömu aðferð.

Subtitle:
Old ID:
1114
932
(Visited 10 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019