Lúpínur þróast á methraða

Hópur grasafræðinga við Oxford-háskóla á Englandi hefur nú uppgötvað nýtt met í jurtaríkinu. Á aðeins 1,47 milljón árum hefur ein stök lúpínutegund aðgreinst í 81 tegund í Andesfjöllum í Suður-Ameríku.

Líffræði

Eftir átta mánaða starf í Andesfjöllunum höfðu grasafræðingarnir safnað nægu magni til að geta hafist handa við greiningar sínar.

 

Með greiningum á erfðaefni þeirra 85 lúpínutegunda sem þeir fundu á svæðinu, tókst þeim að búa til nákvæmt ættartré sem úr mátti lesa skyldleika allra tegundanna. Í ljós kom að 81 tegund var af sama uppruna og átti ættir að rekja til lúpínutegundar sem barst hingað frá Norður-Ameríku fyrir um 1,47 milljón árum.

 
(Visited 34 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR