Má varðveita loftbólurnar í kampavíni?

Vilji maður varðveita loftbólurnar í opinni kampavínsflösku á að stinga skeiðarskafti niður í flöskuhálsinn. Þannig hljóðar gamalt húsráð. Þetta er í þó besta falli alveg tilgangslaust og gæti jafnvel haft öfug áhrif. Það sýnir tómstundatilraun, gerð af Richard Zare, sem er prófessor í efnafræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

 

Tilraunin var reyndar ekki hávísindaleg en niðurstöður hennar komu á óvart. Það kampavín sem hafði staðið í opnum flöskum í sólarhring freyddi mest, meira að segja meira en kampavín úr nýopnuðum flöskum. En í þeim tilvikum sem skeið hafði verið stungið niður í flöskuhálsinn freyddi kampavínið áberandi minnst – líka minna en úr nýopnuðu flöskunum.

 
(Visited 48 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR