Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Maurategund dreifist um mörg meginlönd

Milljarðar argentínskra maura hafa nú dreifst frá Suður-Ameríku til flestra heimshorna. En þótt maurarnir lifi nú á svo aðskildum stöðum sem t.d. Japan, Bandaríkjunum og við kringum Miðjarðarhaf, má segja að þeir telji sig allir tilheyra sameiginlegu ofurmaurabúi. Að þessari niðurstöðu komst Eiriki Sunamura hjá Tokyo-háskóla eftir að hafa tekið staka maura úr 2 maurabúum í Japan, 2 í Evrópu og 1 í Kaliforníu og sett þá saman í hóp í rannsóknastofu.

Yfirleitt verja maurar yfirráðasvæði sín og eru mjög óvægnir gagnvart maurum frá öðrum maurabúum, jafnvel þótt tegundin sé sú sama. Maurar þekkja hver annan á lyktinni og einstaklingar, sem voru nágrannar og því keppinautar í Japan, reyndust ekki koma sér saman. Sama gilti um nágranna frá Evrópu. En þegar settir voru saman maurar frá Evrópu, Japan og Bandaríkjunum ríkti fullkomin sátt. Maurarnir hafa breiðst út sem laumufarþegar með vöruflutningum.

Subtitle:
Maurar frá Suður-Ameríku hafa lagt undir sig mestallan heiminn
Old ID:
956
773
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019