Skrifað af Dýr og plöntur Náttúran

Mildir vetur gera sauðfé minna

Mildir skoskir vetur hafa síðustu 25 ár markað furðuleg spor í villt fé á litlu eyjunni Hirta nærri St. Kilda: féð verður einfaldlega minna. Þessi þróun hefur verið líffræðingum ráðgáta enda ætti þróunin að hafa gert sauðféð stærra. Í harðneskjulegu loftslagi Norður-Alantshafsins er það nefnilega vel þekktur kostur að hafa stærri skrokk, því stór lömb eiga betri líkur á að lifa af fyrsta veturinn. Nú hafa sérfræðingar við Imperial College í London leyst gátuna. Loftslagsbreytingarnar hafa einfaldlega breytt aðstæðum dýranna með mildara hitastigi þannig að fleiri smávaxin og hægvaxta lömb lifðu veturinn af.

Subtitle:
Old ID:
887
703
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019