Skrifað af Jarðfræði Náttúran

Milljón ára gamall ís

Jöklafræði

Japanskir vísindamenn hafa nú sótt elsta ískjarna heims niður á 3 km dýpi á Suðurskautslandinu. Elsta lag ískjarnans er um milljón ára gamalt og það er búið að taka tvö ár að bora niður á þetta dýpi frá Dome Fuji-stöðinni á Suðurskautslandinu.

Í ísnum eru loftbólur og gróðurhúsalofttegundir í þeim geta nú gefið alveg einstæða mynd af loftslaginu á þessum tíma. Auk loftbólnanna er í ísnum að finna ryk, ösku og geislavirk efnasambönd og að öllu samanlögðu má því úr ískjarnanum skapa sér heillega mynd af því hvernig heimurinn leit út fyrir einni milljón ára.

Og hafi vísindamennirnir virkilega heppnina með sér munu þeir líka finna leifar lífrænna efna í ísnum. Hideaki Motoyama sem stýrir þessu verkefni telur meira að segja að í borkjarnanum kunni að leynast leifar smásærra lífvera. Þá fengju vísindamennirnir einstakt tækifæri til að rannsaka þróun minnstu lífveranna í tímans rás.

Subtitle:
Old ID:
352
212
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.